Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Mansal er auðvitað dómsmál

Ég rek augun í það í þessari frétt að aðgerðir gegn mansali verði flutt til dómsmálaráðuneytisins, ef til vill er það þó vegna þess að ráðuneytið verður dómsmála- og mannréttinda. En aðgerðirnar eru brýnar og þótt þær hafi ef til vill beðið vegna annarra brýnna úrlausnarefna eru slíkar aðgerðir hluti af uppbyggingunni eftir hrunið. Sú hugmynd að selja fólk til þrælkunar með ýmsum hætti er auðvitað ekki ný, en hún er líka ný í þeim skilningi að þegar peningar og efnaleg verðmæti eru metin ofar manngildi minnkar líka meðvitund okkar sem tilheyrum almenningi.
mbl.is Metnaðarfull áætlun á ís?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtu sér allir vel? Virkilega?

Það væri þá í fyrsta skipti sem allir skemmtu sér vel við nýliðavígslu. Skelfilega hræddur um að blaðamaðurinn viti ekki um þá sem ef til vill þorðu ekki að mæta í skólann eða leið illa en létu ekki aðra finna það hjá sér. Framhaldsskólarnir munu hafa tekið eitthvað á því versta sem hefur liðist, er mér sagt, og ég held sé rétt, a.m.k. flestir, en betur má ef duga skal. Ég vísa á fyrri skrif mín um þetta efni: http://ingolfurasgeirjohannesson.blog.is/blog/ingolfurasgeirjohannesson/entry/609121/


mbl.is Skrautleg busun hjá Kvennó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættum við að fá sérmeðferð?

Bjóst einhver við því að við fengjum einhverja slíka meðferð? Efnahagsmál Íslands eru í það slæmu standi að Evrópusambandið hefur ósköp lítinn áhuga á að gera Ísland að jafnræðislandi sem það verður að vera þótt lítið sé ef það fær inngöngu.


mbl.is Íslendingar fá ekki flýtimeðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband