Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Umhverfisráðherra hugar að friðlýsingu Gjástykkis

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur óskað eftir áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar á tillögum Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi um friðlýsingu Gjástykkis. Umhverfisráðherra skoðaði Gjástykki í liðinni viku í fylgd Árna Einarssonar, forstöðumanns Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn, og Bergþóru Kristjánsdóttur, starfsmanns Umhverfisstofnunar við Mývatn. Meira á heimasíðu ráðuneytisins: http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1488


Minni á hundraðþúsundustu flettinguna

Minni á verðlaun fyrir flettingu eitthundraðþúsund - blogg sett í loftið í upphafi vikunnar.

Einkavæðing í eiginhagsmunaskyni - eða til skilvirkni?

Vangaveltur Stiglitz um þetta efni eru mjög athyglisverðar í ljósi þess nags sem ég stundum heyri að ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir séu illa rekin. Nær sanni væri að telja að þau séu vel rekin vegna þess að í þeim má ekki hagnast eins og í einkafyrirtækjum. Sama gildir um samvinnufélög eins og Búseta að þau eru rekin til að standa undir kostnaði.

En er ekki gróðavonin kjarni kapítalismans? Hvernig er þá hægt að eyðileggja hann ef maður reynir að ná hámarksgróða? Gerir bandalög við önnur fyrirtæki. Reynir að gleypa þau og koma á kapítalískri einokun - og helst í öllum heiminum. Ég bara spyr ...


mbl.is Þeir eyðilögðu kapítalismann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerir menntun fólk heilsuhraustara?

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri þá ábendingu að tölur sýni að "þeir sem eru meira menntaðir líklegri til að vera við betri heilsu, hafa meiri áhuga á þjóðmálum og treysta betur öðrum í samfélaginu."

En gæti verið að heilsuhraustara fólk, sem hefur að auki meiri áhuga á þjóðmálum einhverra hluta vegna frá barnæsku fari fremur í langskólanám?


mbl.is Erfiðleikar í fjármálalífi hvati til náms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 þúsundasta fletting bloggsíðunnar

Ég hef ákveðið að senda þeim bloggsíðugesti gjöf sem kemst næst við að vera sá sem flettir henni í 100 þúsundasta skiptir, núna um einu og hálfu ári eftir að ég byrjaði að blogga. Sá eða sú sem vill verða númer 100 þúsund sendir "kvitt" við þessari bloggfærslu og fljótlega eftir að flettingarnar ná 100 þúsund mun ég draga úr hópi þeirra sem kvittuðu og líta svo á að það hafi verið 100 þúsundasti gesturinn. Aðeins eitt kvitt frá hverjum þátttakanda gildir. Sjá sambærilegt.

Má skemma það sem fáir þekkja?

Ég hélt fyrst að Ómar ætti við Sogin í Reykjavík: Sogamýri, Sogaveg, Bústaðahverfið! Nei, hann á við enn eitt svæðið sem fáir landsmenn þekkja og virkjunar- og álverssinnar komast af stað með að ná undir sig áður almenningur kemst að því að þar eru mikil náttúruundur.

Ég hef aldrei komið að þessari Trölludyngju eða að þessum Sogalæk, þótt ég hafi árum saman búið við Sogaveg í Reykjavík. En mér sýnist á öllu sem Ómar segir rétt að huga að verndun þessa svæðis.


mbl.is Umhverfisspjöll við Sogalæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi yfirgangur

Yfirgangur Ísraela gagnvart fólkinu í Palestínu er óþolandi; skemmst er að minnast innrásarinnar á Gaza um sl. áramót sem var mótmælt víða um heim. Vonandi mun núverandi Bandaríkjastjórn veita Ísraelum meira aðhald en fyrri stjórnir, en lítil ástæða til bjartsýni í þeim efnum, því miður. Sjá blogg og vídeó hjá Rúnari Sveinbjörnssyni. Við eigum að krefjast þess að Ísraelar skili húsum til þeirra palestínsku fjölskyldna sem þeir stálu þeim frá.


mbl.is Landnemabyggðir stækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að virkja við Þeistareyki?

Þetta er undarleg frétt um afstöðu vinstri grænna til "nýtingar" orkunnar á Þeistareykjum. Á nýlegum flokksráðsfundi vinstri grænna á Hvolsvelli heyrði ég ekki nokkurn ræðumann minnast á að virkja á Þeistareykjum. Þetta hlýtur því að vera misskilningur hjá Mogganum að vinstri græn vilji "nýta" orkuna þar á einhvern hátt annan en til náttúruupplifunar.

Þeistareykir eru nálægt Gjástykki í Þingeyjarsýslu og náttúruverndarsamtök hafa barist fyrir því að rannsóknarboranir þar færu í mat á umhverfisáhrifum. Nú munu hafa verið boraðar þar sex holur vegna "rannsókna" en verði farið út í álver við Húsavík þarf að meta sameiginlega umhverfisáhrif af álverinu og öllum virkjunum sem álverið myndi sækja orku til. Það er því sá munur á Þeistareykjum og Gjástykki að landi hefur verið raskað við Þeistareyki. En þarf samt ekkert að halda áfram þar.


mbl.is Skoða aðra orkunýtingu en til álvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalkjöt og markaðssetning

Við þurfum varla að bíða lengi eftir því að Kristján Loftsson svari fyrir sig og bendi á einhverja veikleika í málflutningi Árna. Sem ég er nú hræddur um miðað við þekkingu Árna á þessum málefnum að séu fáir.

Í greininni kemur fram að hvalkjöt sé gefið elliheimilum og leikskólum í Japan, það er stöðum þar sem viðkomandi einstaklingar fá ef til vill takmörkuðu sjálfir að ráða um matseðilinn. Annars dreymdi mig í nótt að einhver væri að plata mig til að borða hvalkjöt. Hvort kjötið í draumnum var langreyðarkjöt eða ekki, það veit ég ekki. En veit að hrefnukjöt fæst í matvörubúðum í flottum umbúðum. Vonandi dettur engum í hug að fara að gabba stofnanir til að kaupa hvalkjöt til að reiða fram í mötuneytum elliheimila og skóla.

Viðbót: Fannar frá Rifi bendir á hér fyrir neðan að hvalveiðar séu náttúrulegar. Því miður er það ekki einhlítt: Þær eru stundaðar á skipum sem nota olíu. Og hvernig er aðferðin við að lóga þeim? Hvað er gert við innyflin sem gera verið býsna stór? Nú er ég að vísu búinn að gleyma sumum þáttum dýrafræðinnar og man ekki nákvæmlega hvað allir hvalir éta. En í millitíðinni eftir að ég gleymdi barnaskóladýrafræðinni lærði ég smávegis í vistfræði, til dæmis það að hvalir eiga það til að vera ofarlega í fæðukeðjunni og þannig margfaldast eiturefni sem því miður eru til staðar í sjónum. Skv. Wikipedia: Aðalfæða hér við land er svifkrabbadýr einkum ljósátan náttlampi. Langreyður étur einnig uppsjávarfisk, loðnu og sílategundir.

Því miður eru útreikningar um hvort hvalveiðar "borgi sig" ekki gerðir eins. Ferðaþjónustan óttast mjög sinn hag ef hvalirnir sem voru sýndir túristum eru veiddir eða fældir á brott.


mbl.is Segir sölu á hvalkjöti kosta mikið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan í gervi OECD ekki af baki dottin

Mér heyrast tillögur OECD benda til þess að stofnunin hafi fremur lítið lært af íslenska fjármálahruninu þar sem lítt heft frjálshyggja fékk að ráða yfir bankakerfinu. Við þurfum að byggja upp almannaþjónustuna og fá betri erlend ráð, sem innlend, en við fáum þegar mælt er með meiri einkavæðingu, meiri samkeppni og sjúklingasköttum. (Nú kann að vera að í nýrri skýrslu OECD sé eitt og annað gott en ég hef bara heyrt um viðsjárverð ráð um meiri einkavæðingu, niðurskurð og sjúklingaskatta í heilbrigðiskerfinu, auk ráðs um launalækkun opinbers starfsfólks.)
mbl.is OECD oflofaði íslenskt fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband