Þjóðhagslega bráðnauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur

Fátt er brýnna nú í efnahagsþrengingunum en að bæta almenningssamgöngur. Með því móti er ekki einungis hægt að minnka mengun heldur líka spara mikla fjármuni fyrir hið opinbera og almenning. Dragi úr notkun einkabíla verður ekki þörf fyrir mikið af viðbótarumferðarmannvirkjum, kannski bæta vegina á landsbyggðina, laga nokkur göt í malbikið og þess háttar.

Einkum er nauðsynlegt að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Eftir nokkur ár verður aukin ferðatíðni strætó og þéttara leiðanet farið að spara peninga. Verður einhvern tíma réttari tími til að hefja uppbyggingu í stað samdráttar á þessu sviði?


mbl.is Skilyrðin of stíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband