Kemur á óvart?

Nei, varla. Og um hvað fundar miðstjórn flokksins? Hmm ... Þykir flokknum illt að það sé afhjúpað að hann sé flokkur stórfyrirtækja, fjármagnaður af þeim? Ætla allir að spila sig saklausa: Núverandi stjórnendur Stoða (nýtt nafn á FL Group) og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sem var stjórnarformaður stórfyrirtækisins þar til fáum vikum áður en hann bauð sig fram til formennsku í flokknum? Og þá saklausa af hverju? Var það ekki löglegt að fjármagna stjórnmálastarfsemi með þessum hætti á þessum tíma? Eða var FL Group almenningshlutafélag á þessum tíma? Ég átti a.m.k. ekki hlut í fyrirtækinu! Og ekki heldur í SjálfstæðisFLokknum.
mbl.is Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það kemur ekkert á óvart.  Já, formaðurinn var að hætta sem forstjóri stórfyrirtækis og við munum vissulega halda að hann ætli nú að fara að vinna fyrir hinn almenna borgara og litlu mennina.  Bara nákvæmlega, hvað ætli maðurinn vilji þarna?  Og ekki er no. 2 í  flokksröðinni heldur traustvekjandi. 

EE elle 9.4.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, EE

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.4.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband