Umbætur í námslánum

Vonandi verða menntamálaráðherra og fjármálaráðherra, þau Katrín og Steingrímur, samtaka um endurskoðun úthlutunarreglna LÍN - ég set ekki spurningarmerki í fyrirsögnina vegna þess að ég treysti því að svo verði. Ástæða þess að ég minnist á þetta er nú samt sú að þegar við háskólastúdentar gengum einhvern tíma á fund Ragnars Arnalds sem var menntamálaráðherra í rúmt ár, 1978-1979, og kvörtuðum undan einhverju í sambandi við námslánin, vísaði hann okkur að fjármálaráðherra réði nú meiru um fjármálin en hann! Ekki man ég hver var fjármálaráðherra, en hitt man ég að í febrúar 1980 tók Ragnar við því ráðuneyti og hafði fjármálin með höndum í þrjú ár. Á þeim tíma voru sett ný lög þar sem krafist var aukinnar endurgreiðslu og endurgreiðslutímabilið lengt úr 20 árum í 40 ár þannig að skuldin verður ekki felld niður mun ég borga af námsláninu mínu til 77 ára aldurs. Ég man reyndar ekki hverju Ragnar svaraði þá, held að fyrra svarið hafi verið ofurlítið vanhugsað. En ég segi þessa sögu hér þeim flokksforingjum mínum til aðhalds og þó ekki síður stuðnings.

Ástæður hafa kannski aldrei verið ríkari en í dag að koma til móts við fólk sem hefur haft sæmilegt kaup og stendur nú uppi atvinnulaust, en fær ekki lán samkvæmt núgildandi reglum, skilji ég rétt. Námslánakjörin sem ég bý við frá árunum 1976-1983 og aftur 1987-1991 eru hagstæð; ég borga því meira sem tekjur mínar aukast. Þeir sem tóku lán eftir 1992 þurfa að borga hærra hlutfall. Fyrirkomulagið um að borga eftir tekjum að námi loknu er afar sanngjarnt og kemur að hluta til í staðinn fyrir námsstyrki, kannski sanngjarnara þegar upp er staðið. Hinu má heldur ekki gleyma að aukin háskólamenntun og annað lánshæft nám er líka þjóðarhagur, og það er þjóðarhagur að ungt fólk á öllum aldri geti stundað nám, til dæmis til að standa betur að vígi á vinnumarkaði.

Loks má ekki gleyma manninum sem varð fyrir námsláni; hann fékk góðar einkunnir þótt hann hefði eiginlega ekki búist við því.


mbl.is Vék stjórn LÍN frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband