"Afsakiði meðan ég æli"

Í hvert skipti sem Kaupþing ber á góma dettur mér í hug lína úr Paradísarfuglinum, texta Megasar á plötunni stórkostlegu með Spilverki þjóðanna, Á bleikum náttkjólum. Reyndar var þetta áður en bankahrunið varð og ástæðan ekki sú að mér hefði verið svo sérstaklega meinlega við Kaupþing þá heldur auglýsingin með breskum leikara sem var að reyna að segja Kaupþing en hljóðin komu út úr honum eins og hann væri að fara að kasta upp. En núna þegar maður fréttir meira og meira af ósómanum verður manni hálfómótt og ónotalegt.
mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Helvítis fokking fokk eða HFF.

Það súmmerar upp tilfinninguna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 10:37

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

"HFF" er auðvitað afbragðs góð skammstöfun! Núna þegar komin er "efh" og opinberum stofnunum er breytt "ohf". Takk fyrir innlitið, Jenný Anna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kíki alltaf til þín, kvitta sjaldnast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Áfram Megas, oft ratast kjöfugum satt orð í munn!

Rut Sumarliðadóttir, 19.1.2009 kl. 11:40

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Rut, og Jenný fyrir síðara kvittið

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Hlédís

Ég vil benda Rut á að Megas er skáld sem ekki verður afgreitt með máltækinu: " Oft ratast kjöftugum satt á munn"  Vonandi var þetta orðalag samt ekki meint listamanninum til niðrunar.

Hlédís, 19.1.2009 kl. 14:27

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlit og athugasemd, Hlédís

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 14:46

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Alls ekki, maðurinn er snilli í textagerð, veit ekki hvernig þú gast lesið það út úr þessu. Þetta heitir grín á íslensku!

Rut Sumarliðadóttir, 19.1.2009 kl. 18:36

9 Smámynd: Hlédís

Sæl Rut!  Grín er margslungið.      Matthías var líka "snilli í textagerð" er hann gerði textann: "Ísland þúsund ár" og fleiri góða 

Hlédís, 20.1.2009 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband