Ráðþrota veröld?

Er veröldin ráðþrota? Sættum við okkur við hið glæpsamlega framferði Ísraelsstjórnar?

Útifundur á Lækjartorgi rétt fyrir áramótin var fjölmennur og þess krafist af utanríkisráðherra Íslands að líta á þetta sem árás en ekki "deilu". Fólkið sem býr á Gaza er meira og minna varnarlaust og innikróað. Tilraunir til að hjálpa samfélaginu að verða á ný sjálfbært, sem það var fyrir hernám Ísraels 1967, eru aftur og aftur brotnar á bak aftur með árásum Ísraelshers. Ekkert réttlætir framferði Ísraelsstjórnar.

Fróðlegt væri líka að heyra í fréttum af mótmælum innan Ísraels og hvernig þau eru hantéruð af yfirvöldum þar. Þar hlýtur að búa margt fólk, bæði gyðingar og arabar, sem ekki sættir sig við þetta.

Og les nú í annarri frétt í Mogga að ríkisstjórnir Noregs og Svíþjóðar hafi fordæmt framgöngu Ísraelsstjórnar: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/01/04/framganga_israels_fordaemd/. Íslenska ríkisstjórnin virðist þó ekki tilbúin til þess. Hvað veldur?


mbl.is Harðir bardagar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Íslenska ríkisstjórnin hefur ekki og mun ekki taka okkur af lista hinna viljugu þjóða og þaðan af síður mótmæla framferði síonasistanna og helstu stuðningsmanna þeirra. Það er athyglisvert að lítið ef nokkuð heyrist í Obama vegna þessa máls.

Björgvin R. Leifsson, 4.1.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Björgvin, og gleðilegt nýtt ár, þótt manni sé harmur í huga vegna þessara atburða

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.1.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband