Stærra álver - fleiri virkjanir

Ég get ekki annað en tekið undir áhyggjur Náttúruverndarsamtaka Íslands. Þau benda á að ef áform Alcoa um álver á Bakka, sem framleiðir 346 þúsund tonn á ári, verða að veruleika þurfi að virkja Skjálfandafljót og hugsanlega einnig Jökulsár austari- og vestari í Skagafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það Ingólfur að ég er alveg viss um að það stendur ekkert annað til hjá Alcoa en að byggja eins stórt og afkastamikið álver og mögulega er hægt að komast upp með. Og ég er viss um að við förum að heyra um möguleikann á virkjun Skjálfandafljóts og Jökulsánna innan ekki langs tíma - því miður. En ef þetta heldur svona áfram held ég að ég endi sem alvöru aktívisti svona á gamals aldri. Það bara verður að stoppa þetta rugl.

Anna Ólafsdóttir (anno) 19.7.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er dálítið erfitt viðfangs. Virkjana/álverssinnar eru búnir að koma sér upp þeirri bardagaaðferð að afgreiða okkur.

Nú er ég orðinn iðjuleysingi, listamaður, lattékaffisötrari í 101. andófsmaður allra framfara og auk þess kommúnisti og fífl!

Að ógleymdum þeim metnaðarfulla draumi mínum að hreiðra um mig í moldarkofa og hvíla mig eftir að hafa tínt upp í mig blessuð fjallagrösin. 

Árni Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Alcoa keppist við að afneita því að farið verði í Skagafjörðinn. Latté í Reykjavík er mjög góður drykkur en mjög leitt að frétta að Kaffitár lokaði í Listasafni Íslands núna í upphafi mánaðarins. Vitaskuld var alltaf vitað að Alcoa vildi stærra álver en háhitasvæðin í Þingeyjarsýslum gefa af sér, og skiptir þá litlu hvort Gjástykki verður með eða ekki. Og hvað um sjálfa Jökulsá á Fjöllum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.7.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Sævar Helgason

Hvað búa margir á Húsavík ??   346 þús.tonna álver þarf um 400 vinnandi menn og síðan annað eins af þjónustuliði utan við álverið.

Auðvitað dugar jarðvarmaorkan skammt- það eru allar þessar jökulár norðan heiða inni á planinu fyrr eða síðar... 

Sævar Helgason, 19.7.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Sævar. Það er auðvitað markmið í sjálfu sér með álverinu að fjölga fólki á Húsavík og nágrenni og eins er það þannig að með Vaðlaheiðargöngum munu margir starfsmenn álvers búa við Eyjafjörð, rétt eins og mér skilst að forstjórinn í Fjarðaáli búi á Egilsstöðum. Með öðrum aðgerðum gæti orðið sjálfbærari fólksfjölgun - eða dregið úr fækkun fólks, en Akureyri er að ég held nánast eini staðurinn norðanlands þar sem fólki fjölgar lítils háttar. Kannski nágrannaþorpin.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.7.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ingólfur

Ég kaus hið fagra Ísland í síðustu kosningum - það er erfitt að sjá árangur af þeirri gjörð eins og álæðið stendur nú. Stjórn efnahagsmála á undanförnum árum má líkja við lélegan ökumann. Hann ýmist setur bensínið í botn og ræður ekki við hraðan - eða stígur á bremsurnar þannig að farþegarnir hrökkva til í sætum sínum. Þá finnst mönnum of hægt farið og hvetja ökumanninn til að auka hraðann (nýtt álver og fleiri virkjanir) - og leikurinn er endurtekinn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.7.2008 kl. 13:02

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll kæri Hjálmtýr, gaman að heyra í þér og þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.7.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband