Gott að hægt er að læra af Íslendingum

Íslendingar hafa margt gott gert í jafnréttismálum, ekki síst fyrir að hér hefur verið sterk femínísk hreyfing sem m.a. barðist fyrir fæðingarorlofi beggja kynja (rauðsokkur, Kvennalisti o.fl.). Margt bendir til að feðraorlof hafi jákvæð áhrif en full þörf er þó á að lengja fæðingarorlofið. Norðmenn láta tekjur feðra í orlofi fara eftir tekjum mæðranna; hér á landi fer það eftir tekjum þeirra sjálfra þótt mér finnist óþarfi að klípa 20% af tekjum lágt launaðra. Nú vilja Norðmenn læra af Íslendingum - við margt gott lært af frændum okkar á Norðurlöndum; tími til kominn að endurgjalda það.
mbl.is Nýbökuðum feðrum mismunað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

þetta er fagnaðarefni. Ég hef aldrei sjálf verið í fæðingarorlofi á Íslandi en bjó við mun betri kost en íslenskar vinkonur mínar þar eð ég bjó í DK á tíunda áratugnum. En það urðu veruleg stakkaskipti eftir innleiðingu fæðingarorlofs beggja kynja. Það tók þó tíma þangað til að almennt voru feður í orlofi með börnum sínum en ekki að vinna svart eða ámóta. Í dag sýnist mér að feður séu almennt að njóta samveru við börnin sín og þeirra skyldna sem það ber með sér.

Kennum Norðmönnum og seljum þeim það dýrt!

Anna Karlsdóttir, 5.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna og Gunnar -

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 6.2.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef afar sterka skoðanir á feðraorlofi og þær líklega ekki til vinsælda fallnar. Ég lít svo á að þetta sé einhverskonar félagsleg aðstoð sem fellur mörgum þeim í skaut sem enga þörf hafa fyrir þesskonar ölmusu.

Ég tel þetta eiga rétt á sér í tilvikum fólks sem hefur lágar tekjur en hreinn bjánagangur í þeim tilvikum þegar um hátekjumenn ræðir.

Ég stórefa að þetta komi alltaf til skila með þeirri nærveru föðurs við móður og barn sem að er stefnt með lögunum.

Nær væri að hækka lægstu laun og frítekjumark.

Stór hópur heiðarlegs og dugandi starfsfólks í einu ríkasta landi heims býr við fátækt þegar miðað er við þann "standard" sem allir þekkja en of fáir hafa efni á.

Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Árni, takk fyrir innlitið. Mér finnst ekki rétt að stilla feðraorlofi annars vegar og launahækkun og frítekjumarki lægst launuðustu hópanna hins vegar upp sem andstæðum.

Um hitt sem þú nefnir í þriðju efnisgrein (fjórðu málsgrein) er það vitað að feðraorlof tryggir ekki nærveru föður, en ef ég skil rannsóknir á feðraorlofi, sem eru þó nokkrar, rétt vex sá fjöldi feðra sem notar feðraorlofið eins og til er ætlast. Og þá er tilganginum sannarlega náð.

Mér hafa líka sagt ungir feður að þeir hafi uppgötvað að það væri fullt starf að sinna barni og heimili þann tíma sem feðraorlofið stendur, en höfðu ekki allir gert sér grein fyrir því fyrir fram. 

 Ég vil að okkar ríka þjóð lengi feðraorlofið. Hátekjumenn eða meðaltekjumenn, eins og ég, þurfa ekki síður á þessari hvatningu og viðurkenningu samfélagsins á að halda þótt við þolum 20% skerðinguna sem lágt launaðir feður og lágt launaðar mæður gera ekki að mínu mati.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.2.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband