Hvað er menntaskóli? Spyr Vegagerðin

Að gefnu tilefni er áréttað að túlkun Vegagerðarinnar er sú að menntaskóli sé orð yfir framhaldsskóla, þ.e. næsta stig menntakerfis á eftir grunnskóla og eru þá meðtaldir fjölbrautaskólar, Verslunarskólinn, Kvennaskólinn, verkmenntaskólar og iðnskólar. Þetta kemur fram á síðu Vegagerðarinnar, þar sem fréttin er í heilu lagi. En af hverju notar Vegagerðin ekki orðið framhaldsskóli sem sameiginlegt heiti eins og skilgreint er í lögum um framhaldsskóla?

Gleðilegt nýtt ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Skemmtilegur bjánagangur hjá þessarri ríkisstofnun - - - verst ef þetta bendir til þess að Vegagerðin sé ekki fær um að vinna okkur gagn miðað við þann nútíma og þá framtíð sem við erum að ganga til móts við.

Benedikt Sigurðarson, 1.1.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Bensi, það sem vantar í þessa frétt Vegagerðarinnar hvað kom til að hún var með skilgreiningu á menntaskóla. Af öðrum fréttum sem ég heyrði með öðru eyranu held ég það hljóti að hafa verið "menntaskóli" í útboðslýsingu, þá líklega útboðslýsingu sem hefur ekki verið færð til 21. aldarinnar hvað þetta varðar. Það er að mörgu að hyggja í stöðugum breytingum og má hvergi sofna á verðinum fyrst Vegagerðin má ekki einu sinni sleppa því að lesa skólalöggjöfina 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1.1.2008 kl. 15:03

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Gleðilegt ár - bloggvinkona að sunnan

Valgerður Halldórsdóttir, 1.1.2008 kl. 20:18

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Þórdís, Valgerður og Gunnar. Sömuleiðis gleðilegt ár til ykkar og þakka fráfarandi bloggár

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.1.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband