Til hamingju Kristín - velkomin norður

Ég fagna skipun Kristínar Ástgeirsdóttur, skólasystur minnar úr sagnfræðinni, í starf framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu, og býð hana hjartanlega velkomna til Akureyrar. Kristín hefur mikla og góða reynslu af fræðistörfum, stjórnunarstörfum og síðast en ekki síst úr pólitíkinni.
mbl.is Kristín Ástgeirsdóttir skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Kannski ættir þú að hringja i hana og minna hana á að hún á að gæta jafnréttis fyrir alla, líka karlmenn. Margir karlar eru orðnir langþreyttir á að það sé undir barnsmæðrum þeirra hvort þeir fái að umgangast börn sín eða ekki.

Halla Rut , 3.8.2007 kl. 02:37

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Halla, svo eru líka mæður sem eru þreyttar á því að feður sinna ekki börnunum. Og örugglega margir karlar sem eru þreyttir á því að vera "fyrirvinnur" og vildu heldur sinna börnunum sínum meira.

En í sambandi við vandann sem þú nefnir þá hefur einmitt einn af sérfræðingur Jafnréttisstofu, Ingólfur Gíslason, rannsakað dóma í forsjármálum og fengið mjög sláandi niðurstöður um hvernig það viðhorf samfélagsins að mæður séu færari en feður í því ala upp börn birtist. Ingólfur komst að því að það er að vísu goðsögn að feður gætu ekki unnið slík mál; kringumstæður þyrftu þó að vera óvenjulegar til að það tækist. Hlutfall feðra af einstæðum foreldrum hér á landi var 7,6% árið 2002, en mun hærra á hinum Norðurlöndunum, en þó lágar tölur, t.d. 15,7% í Svíþjóð. Lýsir kannski viðhorfi samfélagsins til málsins, viðhorfi sem ég held og vona að sé að breytast. (Rannsóknir í félagsvísindum V, október 2004, Háskólaútgáfan.)

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.8.2007 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband