Verðlaun fyrir líffræðilega fjölbreytni

Náttúru- og umhverfisverðlaun  Norðurlandaráðs árið 2012 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur með góðu fordæmi og á árangursríkan hátt unnið að því að efla líffræðilega fjölbreytni í nærumhverfi sínu eða á alþjóðavettvangi og/eða aukið þekkingu almennings á þessu sviði.

Hver sem er má tilnefna: http://www.norden.org/is/nordurlandarad/verdlaun-nordurlandarads/natturu-og-umhverfisverdlaunin/nomineringsformular

Dómnefndir fara yfir tilnefningarnar í nokkrum þrepum, fyrst geta dómnefndir hvers lands fyrir sig bætt við tilnefningum. Næst munu dómnefndir landanna, hver um sig, ákveða um tvo aðila sem komast í úrslit. Þá eru greidd atkvæði á sameiginlegum fundi þar sem fulltrúar hvers lands mega ekki greiða tilnefndum aðilum frá eigin landi atkvæði. Fái enginn hreinan meirihluta í þeirri umferð eru greidd atkvæði á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði fá og loks á milli tveggja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband