Steep & Brew

Sit á einu af uppáhaldskaffihúsunum mínum, Steep & Brew á State Street í Madison, Wisconsin, á leið yfir í kennaradeildina, um tíu mín. gang héðan þar sem ég mun sitja við vinnu í dag í rannsóknarmisseri mínu. Ég hef nú verið í Bandaríkjunum í rúmar tvær vikur og fylgst með kosningabaráttunni. Út um alla borg eru Obama-Biden skilti fyrir framan húsin og í gluggum þeirra. Og í mörgum verslunum er lýst yfir stuðningi við þá félaga. Hið sama gilti um úthverfi Cleveland, Shaker Heights og Cleveland Heights, þar sem ég dvaldi í síðustu viku, en þó ekki jafnsamfelldur stuðningur og hér og fleiri McCain-Palin skilti þegar lengra dró frá miðborginni.


mbl.is McCain sakar Obama um vanhæfni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já blessaður, aftur kominn til Madison.

Húnbogi Valsson 31.10.2008 kl. 07:51

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Gangi þér vel að kjósa! Og kjóstu rétt! Kveðja Westur...

Eyþór Árnason, 3.11.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innlitið, piltar góðir, Húnbogi og Eyþór. Það þarf nú að fara að kjósa fljótlega aftur á Íslandi og gefa íhaldinu langt, langt frí -og þá skal ég kjósa rétt.

Til viðbótar því sem að ofan segir er ég búinn að sjá núna þó nokkra límmiða með Nader-Gonzales. Nader er hinn þekkti neytendaleiðtogi, en ég veit ekki fyrir hvað flokk hann býður sig fram núna; ég held hann hafi boðið sig fram fyrir græningja árið 2000.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Haltu þig bara á Madison eitthvað. Hvílik hræsni! Hver borgar þér laun fyrir skemmtilegheitin? Þrælarnir heima?

Vonandi er millifærslan í góðu lagi frá Íslandi til þín. Fjallagrasasalan skilar ekki nægum dollurum fyrir þig, líklega þarf að klóra í greiðslur fraálfyirtækjunum

Að lesa bloggið eftir umhvefismafíuna er stórkostleg kennslustund í hroka og heimsku.

Sigurjón Benediktsson, 5.11.2008 kl. 07:16

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka þér, Sigurjón, góðar óskir um millifærslu fjármuna.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.11.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband