Nykrar og bleikir hamrar

Ég hef verið að fletta nýju símaskránni, aðallega til að skoða myndasöguna eftir Hugleik Dagsson. Og ég held hann sé forspár þegar kemur að baráttunni um hver fær að stoppa upp ísbirnina: Því að á bls. 885 og áfram er saga af þeirri hugmynd að veiða nykur fyrir húsdýragarðinn til að "boosta" túrismanum "eins og moðerfokker". En þar sem þeir reyndust friðlýstir, í sögunni, varð að koma í gegn frumvarpi til að heimila veiðarnar. Síðar í sögunni kemur fyrir bleikur hamar og þrátt fyrir "ekkert sérstaklega macho lit" (bls. 1191), sem ein sögupersónan er látin gera grín að, kemur hann að gagni.


mbl.is Kom ísbjörn upp um hestana?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ingólfur, nú er ekki lengur inn að setja stopp á þá eða inní! Nú á bara að leggjast á þá fyrir framan kamínuna og láta sig dreyma!

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 13:48

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er auðvitað skelfileg ofveiði á ísbjörnum á Íslandi; allir birnir sem hingað koma veiddir ...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.6.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband