Jólatónleikar evrópskra útvarpsstöðva

Enn eitt eyrnakonfektið er núna í útvarpinu - mestallan dag: Eins og á hverju ári síðasta sunnudag fyrir jól (reyndar hlýtur reglan að vera síðasta sunnudag fyrir Þorláksmessu því að hún er síðasti sunnudagur fyrir jól þetta árið!) eru jólatónleikar evrópskra útvarpsstöðva á rás 1 í Ríkisútvarpinu. Graduali Nobili, sem sveitungi minn Jón Stefánsson stjórnar, á að syngja fyrir hönd Íslands kl. 8 í kvöld. Njótið vel Smile

Ég verð nú bara að bæta við þetta, því að núna kl. 5 eru að hefjast tónleikar úr Nikulásarkirkjunni í Gent: Ég heimsótti þessa kirkju í september þegar ég var þar á ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Leitt að missa af þessu, en hér var fótboltasíðdegi í algleymingi og útvarpið ekki til á meðan... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Búlgarar eru núna með ágætis popp - en svo er það okkar fólk kl. 8

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.12.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband