Umferðarhættur við Sundlaugaveg og Reykjaveg

Á þriðjudaginn fóru kennarar og nemendur Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla ásamt nokkrum foreldrum og velunnurum og slógu skjaldborg um Sundlaugaveg og Reykjaveg, en um þessar götur er gríðarmikil umferð á leið sund eða World Class - eða jafnvel að stytta sér leið í gegnum hverfið.

Umferðarátak 1. desember 2009

Myndin hér til hliðar er af nokkrum nemendum Laugalækjarskóla við Sundalaugaveginn - nemendur Laugarnesskóla voru svo við Reykjaveginn. Sorglegt var að sjá suma bílstjóra gefa í og aka hraðar þegar svona mörg börn og unglingar voru á svæðinu. En jafngleðilegt að sjá meiri hluta bílstjóranna hægja sérstaklega á sér og aka gætilega.

Foreldrar í hverfinu fara fram á margvíslegar úrbætur til að auka umferðaröryggi barna og annarra gangandi og hjólandi vegfarenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Stórglæsilegt framtak !

Morten Lange, 6.12.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Gott að heyra í þér, Morten, um þetta. Með góðum kveðjum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 7.12.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir kveðjuna, og að þiggja bloggvinaboðin :-)  

Um daginn   datt ég inn á vefsíðu sem kynnir óvenjulega sýn á umferðaröryggismál, og talar meðal annars "Road danger Reduction" sem valkost við hefðbundin "Road Safety". 

Þau eru miðuð við UK og ganga kannski svolítið langt, en vel þess virði að kynna sér :

http://roadpeace.org/index.asp?PageID=126

Morten Lange, 7.12.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband