Farið yfir hvað sem er - eða varhugavert líkingamál?

Nú hlustaði ég ekki á Jóhönnu og get því ekki farið með hvað hún sagði nákvæmlega. En ef þetta er tekið bókstaflega, á maður þá að skilja að þessi lína fari yfir hvað sem er, hvað sem það kostar? Eða notar forsætisráðherra óheppilegt líkingamál? Deilan um Suðvesturlínu snýst nefnilega ekki bara um atvinnumál á Suðurnesjum heldur hvort og þá hvernig með henni yrðu færðar óásættanlegar umhverfisfórnir. Líka hvort skuli meta sameiginlega þau spjöll sem línan sjálf veldur og þau spjöll unnin með virkjunum tengdum línunni. Það er nefnilega svo að línan er nokkuð gagnslítil nema til sé rafmagn sem um hana fer. Því að rafmagn kemur ekki úr virkjunum en ekki rafmagnslínum.
mbl.is Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú vill svo til að ég er sammála mörgum hjá VG, að ég sé álver ekki sem lausn allra mála. Hins vegar verð ég ekki var við að ríkisstjórnin sé að vinna að neinum öðrum málum. Hugsanlega verður það eina sem VG gerði í ríkistjórn í atvinnumálum að stuðla að því að eitt eða fleiri álver bætist við þau sem fyrir eru.

Annars eru viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur einhvern veginn algjörlega úr takti við annað sem er að gerast í þjóðfélaginu. Fyrir kosningar var höfuðáhersla lögð á samráð við þjóðina um öll stærri mál. Svo kemur ESB og þá má þjóðin ekki kjósa um aðildarumsókn, og síðan kemur Icesave og þá má ekki leggja samninginn undir þjóðina.

Jóhanna ætlar að troða ESB ofan í kokið á Vinstri Grænum með góðu eða illu, síðan kemur Icesave og í lokin öllum  hindrunum fyrir endalausum álverum.

Sigurður Þorsteinsson, 22.11.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og ábendingarnar, Sigurður

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.11.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband