Vegamálastjóri hótar að endurtaka umhverfismatsferlið

Nýjustu fréttir af Teigsskógarmálinu eru þær að í fréttum RÚV nú áðan hótaði vegamálastjóri að láta veglínuna um skóginn fara aftur í mat á umhverfisáhrifum. Það breytir varla staðreyndum málsins að umhverfisáhrifin af veginum eru óásættanleg. Þetta er ekki samboðið opinberri stofnun og leyfi mér að kalla það hótun. Af hverju ekki einbeita sér að því að finna annað vegarstæði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Annað raunhæft vegar stæði er ekki til.

Sigurgeir Jónsson, 23.10.2009 kl. 21:49

2 identicon

Sæll. Var að sjá þessa furðufrétt sem virðast einhverskonar gremjuviðbrögð og byggjast á misskilningi. Dómurinn var að ógilda úrskurð umhverfisráðherra 5.1.2007 sem ógilti úrskurð skipulagsstofnunar 28.2.2006. Sé ekki hverju nýtt umhverfismat breytir í því sambandi. Annars þarf varla að óttast umhverfismat, þessi framkvæmd kolfellur á öllu slíku.

Lang hagkvæmasta, stysta, ódýrasta og að öllu leiti besta (mest umferðaröryggi, minnsti snjómokstur o.fl.) leiðin  er göng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Þetta eru göng uppá ca. 4 km. Óshlíðargöng kosta 3.5ma, þau eru 5.1 km auk 3 km. nýuppbyggðra vega og 2 brýr. Leið B hefði líklega ekki kostað undir 4 mja.

Ný samgöngunefnd hlýtur að taka málið til skoðunar.

sigurvin einarsson 23.10.2009 kl. 23:38

3 identicon

ps

Það má gera gat undir Ódrjúgshálsinn fyrir mismuninn sem sparast við að fara gangnaleið í staðinn fyrir leið B.

sigurvin 23.10.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Sigurgeir og Sigurvin, og upplýsingarnar, Sigurvin

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.10.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband