Baráttan um orkulindirnar

Eins og ég hef áður bent á er einkavæðingarliðið ekki af baki dottið þrátt fyrir ófarirnar með bankakerfið og í kjölfar hennar ríkis- eða bankaeignarvæðingu bóksölunnar í landinu og fleiri þátta sem aldrei voru eða þurftu að vera í sameign (reyndar kom fram í fréttum um daginn að fyrri eigendur Tes og kaffis hafa nú keypt þann hluta fyrirtækisins til baka sem seldur hafði verið Pennanum).

Ásælnin í orkulindirnar og heilbrigðiskerfið, kannski menntakerfið, mun eflaust halda áfram. Það er verkefni vinstri grænna í pólitík að standa vörð um almannaþjónustuna - og það verður ekki auðvelt ef hún fer sömu leið og bankakerfið í leit einkaaðila að stórgróða eins og á græðgisárunum.


mbl.is Raforkukerfið verði í almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingólfur þið senduð ykkar menn til Bretlands og sögðuð okkur að við mættum búast við glæsilegri niðurstöðu. Samninginn átti að keyra í gegn um Alþingi óséðan. Þegar það ekki tókst var farið að skoða herlegheitin. Jú það átti að skuldsetja komandi kynslóðir og auðlindirnar settar að veði. Í stað þess að skammast sín og biðja þjóðina afsökunar er reynt að beina sjónum manna annað. Flokkar þú framgöngu Steingrím sem tilraun til landráðs? Hvar er afsökunarbeiðnin? Við eigum að halda auðlindum þjóðarinnar í þjóðareign en ekki selja þær auðhringum eða gefa þær með fáránlegum aulasamningum.

Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Sigurður, ég sendi enga menn til Bretlands heldur sendi ríkisstjórnin nefnd, aðallega embættismenn af karlkyni. Ég efast þó ekkert um að þau sem í nefndinni sátu hafi gert sitt allra besta. Niðurstaðan er vond en staðan fyrir niðurstöðuna var enn þá verri. 

Vandamálið er hugarfarið sem stóð á bak við, einka(vina)væðingin sem olli hruninu. Hugarfarið um einkavæðinguna, hugarfarið um að aðilar sem hafa eigin hagsmuni ofar almannahagsmunum eigi að eiga fyrirtækin veita grunnþjónustuna. Hugarfar sem hafði áhrif á okkur flest.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.8.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband