Bíðið við, ekkert gagn af formennsku Svía?

Bíðið nú hæg - ég er búinn að heyra um í allt vor af hálfu ýmissa Evrópusambandssinna að það sé svo mikilvægt að koma aðildarumsókn til sambandsins meðan Svíar fara með forystuna, en sver Reinfeldt það af sér, þetta sé staðlað ferli. Er þetta fyrsta blekkingin af þeirri hálfu sem kemur í ljós? Ekki einu sinni hálfum degi eftir samþykkt Alþingis. Skamm!
mbl.is Umsókn metin á staðlaðan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Bjóstu við nokkru öðru,ég held að Svíar séu okkur ekki svo afar vinveittir,líta á okkur sem litla óþæga krakka.

Ragnar Gunnlaugsson, 16.7.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Nei, Ragnar, ég tel ekki að það skipti nokkru máli hvort Svíar eru í forystu fyrir ESB þegar umsóknin berst, og þess vegna hefði mátt flýta sér hægar. Og ég bjóst ekki við það myndi skipta máli og taldi þess háttar "rök" vera blekkingarvef en í besta falli algeran barnaskap.

En ég held að Svíar séu nú samt vinveitt þjóð og ég hef afar góða sögu að segja af samstarfi mínu við sænska kollega, alveg til fyrirmyndar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Christer Magnusson

Ég held að þú gerir of mikið úr þessari athugasemd Reinfeldts. Hvað átti hann annars að segja - við ætlum að sleppa staðlaða ferlinu? Hægt er að létta undir á ýmsa lund þó að fylgt sé staðlað ferli. Þannig að ekki hefur blekkingin verið afhjúpuð vegna þessa.

Ég skynja mikla tilfinningasemi og litla röksemdafærslu í athugasemd þína. Þegar menn eru búnir að ákveða sig er sjálfsagt lítil þörf fyrir rökræður.

Ég vona að Íslendingar nái góðan samning. Reikna með að vera orðinn ríkisborgari þegar kemur að því að kjósa og mun þá taka afstöðu til samningsins. Annars er ég með sænskt vegabréf og get ekki séð að Svíar hafi glatað sjálfstæði sitt á neinn afgerandi hátt við því að ganga í Evrópubandalagið. Ég var reyndar mikill EB-andstæðingur á yngri árum en held í dag að aðild sé meira jákvæð en neikvæð fyrir Svíþjóð. Eftir á að hyggja held ég einnig að Svíar hafi kosið vitlaust varðandi evruna.

Christer Magnusson, 16.7.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir ábendinguna, Christer. Ég held að þú hafir alveg rétt fyrir þér um sjálfstæðið og Svía, og höfðu þó Svíar meiru að glata sem hlutlaus þjóð utan hernaðarbandalaga. Ef Ísland var einhvern tíma "fullvalda" var það nefnilega helst á millistríðsárunum þegar Danir fóru með utanríkismálin og engir Bretar eða Kanar hér með her.

Hvort blekking verið afhjúpuð: Ég hef ekki kynnt mér "staðlað" ferli umsóknar í ESB og hefði ætlað að þeir sem hafa sóst eftir því við sæktum um það myndu kynna það fyrir okkur sem höfum minni áhuga, en hlustum samt á rökin. Þau rök að okkur liggi á að sækja um út af formennsku Svía eru léttvæg, en ekki vegna þess að Svíar muni ekki styðja okkar málstað, sennilega fremur en flestar aðrar þjóðir. Norðurlandasamstarfið sýnir hvar vinátta þjóða liggur.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband