Menntun drengja - samanburður á Ástralíu og Íslandi

Nýverið birtist í tímaritinu Scandinavian Journal of Educational Research greinin Possibilities in the Boy Turn? Comparative Lessons from Australia and Iceland eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og Bob Lingard og Martin Mills, prófessora við Queensland-háskóla.

Í greininni er rætt hvernig hin alþjóðlega orðræða um að drengir dragist aftur úr breiðist út um hinn iðnvædda heim og hvernig þessi orðræða hefur tilhneigingu til að vera hluti af andfemínískri hreyfingu. Þótt grunnurinn sé sambærilegur hefur þessi orðræða birst með nokkuð ólíkum hætti í löndunum tveimur. Í Ástralíu hafði verið rekin nokkuð sterk femínísk menntaumbótastefna sem andstæðingunum þótti hafa haft slæm áhrif á stöðu drengja og í kjölfarið voru gerðar skýrslur um meinta slæma stöðu drengja og mikil umfjöllun var í fjölmiðlum. Á Íslandi voru andstæðurnar minni en þó hafa verið haldnar ráðstefnur um menntun drengja þar sem áhyggjur hafa verið látnar í ljós yfir stöðu þeirra, ekki síst eftir að ljós kom í PISA-rannsókninni 2003 að Íslands var eina landið í heiminum þar sem stúlkur stóðu sig betur en drengir á öllum sviðum stærðfræðinnar. Höfundar greinarinnar fagna umræðum um stöðu drengja en gagnrýna réttmæti þess að stilla árangri drengja og stúlkna upp sem andstæðum. Þeir leggja áherslu á nýja femíníska menntastefnu sem þeir telja nauðsynlegt svar við drengjaorðræðunni. Í henni felst gagnrýnin afstaða til hefðbundinnar karlmennsku og kröfur um að skólar verði virkir þátttakendur í skapa kynjaréttlátt samfélag. Scandinavian Journal of Educational Research, 53. árgangur, 4. hefti, bls. 309-325 DOI: 10.1080/00313830903043083  

Útdráttur (abstract) á ensku: Recognising that there is now a globalised educational discourse about "failing boys" circulating in the privileged nations of the global north, this article provides a comparative perspective on educational policy responses to the "boy turn" in Australia and Iceland. Specificities of the responses to the boy turn in the two societies offer interesting insights into this policy domain. For instance, Australian policy has been state-centric with the media playing a significant role in backlash politics and with federal government funding interventions for boys, and Iceland was the only nation in which girls outperformed boys in all areas of mathematics in the PISA 2003 study. The article concludes by arguing the need for a renewed feminist and profeminist agenda to challenge dominant constructions of masculinity and for the establishment of a more equal gender order.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband