Vændi er ekki atvinnugrein heldur kúgun

Morgunblaðið fagnar í leiðara sínum nýju vændislögum sem þingmenn SjálfstæðisFLokksins voru annaðhvort á móti eða sátu hjá. Sú bábilja gengur þegar fólk ætlar að vera fyndið að kalla vændi "elstu atvinnugrein kvenna" - og það gerði t.d. efsti maður (kona) SjálfstæðisFLokksins í Suðurkjördæmi í Sjónvarpinu í gærkvöld. Slíkt er sögufölsun, annars vegar vegna þess að konur stunduðu akuryrkju og mörg önnur störf áður en nokkrum datt í hug að selja aðgang að líkama þeirra, en hins vegar vegna þess að vændi er yfirleitt ekki atvinnugrein kvenna: flestir melludólgar, það er þeir sem hafa milligöngu um að selja aðgang að líkama kvenna (og stundum drengja) eru karlar.

Hugmyndin um að vændi sé atvinnugrein er varhugaverð því að þá er rætt um það á röngum forsendum. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir í inngangsorðum að það sé ógeðfelld atvinnugrein og í lokaorðum sínum að það sé ekki venjuleg atvinnugrein. Þessu er ég sammála - nema ég vil reyndar að við losum okkur alveg við þá hugmynd að vændi sé atvinnugrein. Vændi er kúgun og ofbeldi gagnvart konum - ekki atvinna - og þá skiptir engu máli hvort einhver kona fær einhvern tíma peninga fyrir kynlíf (frjálst eða þvingað). Ég vil hrósa leiðarahöfundinum fyrir að taka þátt í að kveða niður bábiljuna um frjálsar og hamingjusamar vændiskonur.


mbl.is Fagna vændislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Agerlega sammála.

sandkassi 21.4.2009 kl. 10:22

2 identicon

Ég held þú verðir að skilgreina "Atvinnugrein" ef þú ætlar að dansa svona í kringum merkingu orðana.

Fransman 21.4.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Gunnar og Fransman.

Fransman: Er eitthvað í skilgreiningum sem þú styðst við sem gerir vændi að "atvinnugrein"? Orðabókin segir "störf og atvinnurekstur á ákveðnu sviði", en orðabækur taka svo sem aldrei af neinn vafa. Og ekki er vændi skilgreint sem atvinnugrein hjá Hagstofunni. Ég endurtek að vændi er kúgun á fólki, aðallega kúgun á konum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 11:32

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mikið er ánægjulegt að sjá að allir karlmenn eru ekki kynferðislega misþroska.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 15:48

5 identicon

Þetta er stórgott innlegg hjá þér. Mér finnst vanta meiri umræðu um þetta. Manni dettur í hug að þessi leiðindasetning um "elstu atvinnugrein kvenna" geti á óbeinan hátt komið því í hausinn á fólki að það sé eitthvað í lagi við kaup og sölu á vændi. Svo eru þeir til sem finnst eitthvað betra að kaupa vændi en selja. Ég segi við þá að það sama gildir um að stela og kaupa þýfi, það tilheyrir sama ógeðssúpupottinum. Með því að kaupa þýfi er ýtt undir stuldinn. Með því að kaupa vændi er ýtt undir vændi.

Kristinn Ingi Pétursson 21.4.2009 kl. 16:49

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka ykkur innleggin, Kristján Sigurður og Kristinn Ingi -

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband