Fagnað kjöri og flokksfélögum þakkað traust

Ég fagna því að hafa hlotið það traust landsfundarfulltrúa, flokksfélaga minna, að fá að sitja í flokksráði VG fram að næsta landsfundi - varð númer 24 í kjörinu eins og síðast. Þetta verður þriðja tímabilið sem ég sit í flokksráðinu og mun ég leitast við að leggja lóð á vogarskálarnar með að flokkurinn hafi róttæka sem ábyrga stefnu um náttúruvernd, jafnrétti og kvenfrelsi, kjara- og velferðarmál og utanríkismál. Á þetta mun aldrei reyna meira en ef flokkurinn verður í ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor.

Nú um stundir er umræða um endurnýjun í flokkum, líka í VG, og Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins frá upphafi, verið spurður að því hvort hann muni hætta og hann svarað því að hann muni einhvern tíma hætta, helst áður en menn verði leiðir á honum! Mér finnst sumt af þessu tali um að "endurnýja" vera lýðskrum, þótt ég líka geri mér grein fyrir því að lýðræðishugsjónir snúist um að ekki ráði alltaf allir þeir sömu (hér er karlkynið viljandi haft). Við þurfum nefnilega líka forystu, reynslu og yfirsýn - og þess vegna bauð ég fram til að sitja í flokksráðinu þar sem ég tel mig hafa bæði reynslu og yfirsýn yfir mörg helstu baráttumál VG, þeim sem flokkurinn sker sig úr öðrum flokkum með, því að þótt við eigum ágætt bandafólk í Samfylkingunni í flestum málunum, sem ég nefndi, er það ekki heldur einhlítt, enda eru þetta tveir flokkar. En fyrst og síðast er VG tæki til að koma málum áfram, tæki sem aldrei er ofar málstaðnum og hinni pólítísku sannfæringu. Þótt það skipti líka máli að leika saman í liðinu og takast á um það sem ágreiningur kann að vera um.


mbl.is Úrslit í flokksráðskjöri hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottar baráttukveðjur frá moi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Jenný, takk fyrir innlitið og kveðjuna

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.3.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband