Óskaplegt væl er þetta

Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins er í rúmlega fullu starfi í dag við að væla undan seðlabankastjóranum, peningastefnunefndinni og forsætisráðherranum nú þegar samtök atvinnurekenda hafa ekki alla þessa aðila í vasanum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki svert fyrirtækið HB Granda - heldur hefur fyrirtækið sjálft gert það með ósvífni sinni. Ég vona að verkalýðshreyfingin mæti ákvörðun þeirra um arðgreiðslu af fullum þunga og tel eðlilegt að hún hætti við að fresta umsömdum launahækkunum við slíkar aðstæður.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

   Hvernig væri að starfsfólk HB Granda gengi bara ósköp einfaldlega út ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 04:34

2 identicon

Eitt er víst að ef Davíð og co. hefðu enn verið í Seðlabankanum og einungis lækkað stýrivextina um 1% eins og hinn nýi bankastjóri og peningastefnunefndin gerði, þá hefði allt orðið vitlaust í landinu og pottorma- og pönnuliðið hefði farið á stjá.

En nú er enginn Davíð í Seðlabankanum til að skammast út í, svo að "fólkið í landinu" verður bara að sætta sig við þessi 1% þó svo að allir hefðu viljað meiri lækkun.

Gunnlaugar Þ. Halldórsson 20.3.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir athugasemdirnar, Hildur Helga og Gunnlaugur - mér heyrðist reyndar að það ætti aftur að skoða stýrivextina eftir þrjár vikur, enda undarlegt í núverandi ástandi ef það ætti að gerast á þriggja mánaða fresti eingöngu.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 20.3.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband