Leynileg tækniráðgjöf

Þessi bréf eru fróðleg lesning, í einn stað er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dauðhræddur við að dragast inn í pólítískar deilur á Íslandi sem að hluta til snúast einmitt um afskipti sjóðsins, en í hinn stað skilur hann að leyndin torveldar öllum aðilum að ná markmiðum sínum og dregur úr mögulegri gagnsemi sjóðins, hvort heldur sjóðurinn lítur á út frá eigin frjálshyggjumarkmiðum eða því markmiði að endurreisa hagkerfi Íslands. Það sem ég trúi hins vegar ekki er að hið leynilega upprunalega skjal, sem enn hefur ekki verið gert opinbert vegna þess að sjóðurinn útbjó nýtt skjal, sé saklaust, sbr. fyrra blogg. Krafan hlýtur því að vera sú að fá að sjá ÖLL samskiptin við sjóðinn. Það er hins vegar komið í ljós líka að forsætisráðherra sagði satt.


mbl.is Tölvupóstsamskipti við gjaldeyrissjóðinn birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Greinilegt er að AGS er með kurteislegum hætti að benda Geir á að þeir geti ekki afhent honum eintak af endanlegri umsögn sinni, þar sem slíkar umsóknir fari beint til stjórnvalda. Athugasemd AGS virðist því eiga við lokaútgáfu hennar, ekki upprunalegu "tæknilegu ábendingarnnar" sem margítrekað var að yrðu að vera í trúnaði - sbr pósta AGS til forsætisráðuneytisins.

Geir hefur því aðeins hlaupið á sig þarna - hann hlýtur að biðjast afsökunar þegar það rennur upp fyrir honum.

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 16.2.2009 kl. 19:42

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Hrannar og takk fyrir innlitið og athugasemdirnar hér og við annað blogg. Ég er reyndar alveg undrandi því meira sem ég hugsa um þetta hvers vegna Geir og Birgir velta sér ekki meira upp úr þeirri efnislegu gagnrýni sem kom á frumvarpið - bendir til að þrátt fyrir allt telji þeir hana lítilfjörlega þótt mér heyrðist hún vera talsverð.

Umfram allt, því minna pukur og makk við AGS eða hvern sem er úr valdakjarna heimsvaldastefnunnar og nýfrjálshyggjunnar, því betra. Mér sýnist þið hafa sloppið skammlausara frá því en Sjálfstæðismönnunum finnst auðvelt að þola. Og ekki auðvelt próf.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.2.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband