Jóhanna útgjalda- og skattahækkunarmanneskja

Geir Haarde fráfarandi forsætisráðherra, tuttugasti mest ábyrgi einstaklingurinn fyrir ástandi efnahagsmála í heiminum, finnur að því að Jóhanna Sigurðardóttir sé forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar því að hún sé fyrir útgjöld og skattahækkanir. Í þessari yfirlýsingu Geirs felst vitanlega talsvert "heilbrigðisvottorð" fyrir Jóhönnu: Í því ástandi sem nú ríkir er útilokað annað en við þurfum að leggja meira fram til samfélagsins til þess að ríki og sveitarfélög geti varið velferðina í landinu hvort heldur það eru fjármál til húsnæðis eða almannatryggingar, menntun og heilbrigðismál. Sérstaklega ef við erum aflögufær með sæmileg laun eða eignir.
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Mjög góður punktur hjá þér. Ansi írónískt.

hilmar jónsson, 27.1.2009 kl. 01:53

2 identicon

Sæll Ingólfur. Ég er sammála þér.

Þarna lýsti Geir í hnotskurn efnahagsstefnu síns flokks: Skera skal niður opinbera kerfið og láta atvinnulífið reka stofnanir velferðarkerfisins. "Að betur sé hugsað um eigið fé en annarra" var sagt. Og við sjáum nú hvernig þeim tókst það!

Margrét Rósa 27.1.2009 kl. 09:18

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Auðvitað, hún vildi ekki skera niður í félagsmálum, hann vildi ekki hátekjuskatt. Nú eru bendingarnar hafnar.

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 11:27

4 Smámynd: Hlédís

Eitt er að eyða í vitleysu , annað að stöfna nauðsynlegan bjargráðasjóð og nota hann af skynsemi og réttsýni.

Hlédís, 27.1.2009 kl. 11:34

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæl Hilmar, Margrét Rósa, Rut og Hlédís: Takk fyrir innlit og athugasemdir.

Margrét Rósa: Langt síðan ég hef hitt þig

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband