Merkir þetta 111 milljarða SKULD?

Merkir "neikvætt eigið fé" skuld? Eða hvað? Mörg eru orðin sem ég skil ekki þegar talað er um fjármál. Eitt er skuldabréfavafningar - það minnir mig svolítið á vafnar sígrettur, og eru þeir eflaust viðlíka hættulegir á annan máta.
mbl.is Eigið fé Stoða neikvætt um 111 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Nei þetta merkir að skuldir umfram eignir eru 111 milljarðar

Hallgrímur Egilsson, 23.1.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk, Hallgrímur: Sem merkir þá að Stoðir skulda miklu meira, en hvað eiga Stoðir? Áttu ekki Stoðir Glitni að talsvert miklu leyti?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 09:21

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Jú, og eiga TM að mestu leiti... Síðan áttu þeir Sterling... og seldu og áttu og seldu og áttu...

Hallgrímur Egilsson, 23.1.2009 kl. 09:27

4 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þetta merkir að ef Stoðir eru gerðar upp myndu eigendur þeirra skulda 111 milljarða. Harðasta eftirgengni er að krefjast gjaldþrotaskipta og svo virðist sem helstu kröfuhafar sjái sér hag í að fresta því.

Bjarni G. P. Hjarðar, 23.1.2009 kl. 20:02

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar, Hallgrímur og Bjarni. Gaman að sjá þig á blogginu, Bjarni!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 09:39

6 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Mér dettur nú alltaf í hug Múmíur þegar talað er um þessa skuldabréfavafninga en ég er auðvitað skemmd erftir lestur of margra ævintýrabóka og of mörg hlutverkaspilakvöld

Þetta Stoðamál er samt langt fram úr öllu sem þessir ævintýrahöfundar hafa nokkrum sinnum dottið í hug að skálda upp.

Kveðja úr Flórída

Elva Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:05

7 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

nokkurn tíma auðvitað ekki nokkrum sinnum. Er eitthvað riðguð á þessum sunnudagsmorgni

Elva Guðmundsdóttir, 25.1.2009 kl. 15:07

8 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Elva - mér finnst þetta sniðugt með skuldabréfavakningana

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.1.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband