Einangrun Sjálfstæðisflokksins

Svo var að heyra á skoðanakönnun sem Ríkisútvarpið sagði frá í sjö-fréttum sínum (veit ekki hvar birt) að Sjálfstæðisflokkurinn og lítill hópur stuðningsfólks hans væri nú einangraður í afstöðu sinni til mótmælanna sem hafa átt sér stað undanfarna daga. Tveir þriðju hlutar þjóðarinnar styðja friðsamleg mótmæli, einn fjórði hluti á móti, og það er bara meðal fylgisfólks Sjálfstæðisflokksins sem er meiri hluti gegn mótmælunum. Nú ríður á að Samfylkingin rjúfi samstarfið við flokkinn strax og efni til samstarf með einhverjum hætti við VG og Framsókn fram að kosningum í mars eða apríl. (Þetta er frétt Fréttablaðsins, sbr. frétt Moggans: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/meirihlutinn_stydur_motmaelin/)


mbl.is Landsfundur færður nær kosningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli kreppu hvort sem er hugmyndafræðilegri sem tilvistarlegri. Helstu markmið hans eru meiora og minna í uppnámi, góðu gildin og stöðugleikinn er aðvíkja fyrir glundroðanum.

Frjalshyggjan og græðgisvæðingin ætlar greinilega að draga stjórnmálaflokk þennan niður. Traustið rúið og ef þessi flokkur á að lifa dugar ekkert annað en að horfa ísköldum augum á staðreyndir málsins og afleiðingar af mistökum rangra ákvarðana. Þar rísa ákvarðanir um einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar hæst. Þau umsvif framkölluðu gervigóðæri í landinu sem við erum nú að súpa seyðið af.

Kraftaverk verða aðeins þegar trúin er mikil og ekki er raunsætt að treysta á þau.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið og athugasemdirnar, Guðjón

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 09:53

3 identicon

Undir forystu Davíðs og Geirs hefur Sjálfstæðisflokkurinn færst lengst til hægri í stjórnmálum og telst nú til hægriöfgaflokka. Slíkir flokkar hafa aldrei mjög mikið fylgi í Evrópu, sem betur fer. Þessir flokkar einangrast og liðast í sundur í innanflokksátökum og harðvítugri baráttu um valdastóla. Það er nákvæmlega það sem er að ske í sjálfstæðisflokknum núna.  

Stefán 23.1.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Stefán: Eftir síðustu fréttir af heilsu Geirs er auðvitað ljóst að það verður barátta um forystuna í flokknum. Mig minnir að það hafi verið samfelld barátta um þá forystu á síðari hluta sjöunda áratugsins og á þeim áttunda svo að það er ekki nýtt.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 23.1.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband