Minni pappír til að aka á brott

Nú get ég ekki sagt að ég gleðjist því að dagblað þurfi að fækka útgáfudögum sínum - og stafar það af því að fækkun dagblaða er ekki æskileg lýðræðinu. Ekki að Fréttablaðið sé neitt sérstaklega gott blað eða ómissandi, þótt þar vinni margir góðir blaðamenn og aðstoðarritstjórinn, sem upplýsingar í fréttinni eru hafðar eftir, skrifi oft skelegga leiðara. En að mörgu væri eftirsjá ef blaðið legði upp laupana eins og 24 stundir í haust.

Hinu má gleðjast yfir ef fyrirtækið 365 miðlar hættir að bera, óumbeðið, mikið magn af pappír inn á heimili landsins svo sem eins og einn eða tvo daga í viku. Þannig má fækka í sama hlutfalli, vona ég, ökuferðum út að næsta dagblaðagámi.


mbl.is Til umræðu að fækka útgáfudögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það mætti skrifa um auðan stól. D listinn.

Háskólabíó 12 jan 2009 frétt dagsins.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:22

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Anna Ragna - þurfti að fletta upp blogginu þínu til að skilja þetta með auða stólinn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.1.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband