Vonandi minni mengun um áramótin

Minni flugeldasala merkir vonandi að það verði minni loft- og hljóðmengun um áramótin, auk þess sem vonandi verður þá líka minna drasl úr flugeldum eins og hráviði um alla þéttbýlisstaði landsins. Loftmengun er hættuleg öllu fólki, verst þó fólki með öndunarfærasjúkdóma, og hljóðmengun kemur verst niður á dýrum, hvort heldur hestum eða húsdýrum sem skilja ekki hvað er á seyði. Ég vona líka að minni flugeldasala björgunarsveita leiði til þess að hugað verði sérstaklega að tekjugrunni björgunarsveitanna sem gegna svo mikilvægu hlutverki í öryggiskerfi í landinu.


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Gersamlega sammála. Þetta er algerlega farið úr böndunum. Lítil börn geta ekki sofnað á kvöldin fyrir sprengingum í a.m.k. vikutíma. Slys af völdum fikts við flugelda sem verða á hverju ári eru út í hött þegar skoðað er að þetta er fjáröflum björgunarsveita sem eiga að koma Í VEG FYRIR SLYS og BJARGA fólki.

Ekki að valda slysum. Þetta er eins og að SÁÁ færi nú að selja landa til að fjármagna starfsemina. Auðvitað eiga björgunarsveitirnar að fá fé til starfseminnar á annan hátt. Til dæmis mætti skattleggja rjúpnaveiðarnar : )

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 28.12.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Birgir, takk fyrir innlitið og athugasemdina - óska þér góðs nýs árs.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 31.12.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband