Hætt við að leggja niður svæðisútvarpsútsendingar

Útvarpsstjóri hætti við að leggja niður svæðisútvarpið. Reyndar átti ekki að leggja niður starfsstöðvar, eins og til dæmis þá á Akureyri, ef ég hef skilið rétt - en maður gat allt eins búist við því í kjölfarið.

Ákvörðuninni var breytt í kjölfar mótmælaöldu þar sem ýmist voru send stöðluð bréf eða stöðluð bréf með eigin kafla eins og ég gerði. Í mínu bréfi kom þetta fram: Svæðisútvarpið á Akureyri hefur átt afar gott samstarf við Háskólann á Akureyri, þar sem ég starfa, og við SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi sem ég er formaður í. Samstarfið hefur ekki einungist falist í því að háskólafólk og félagasamtök hafi átt möguleika á að koma á framfæri okkar rannsóknum og sjónarmiðum heldur hefur dagskrárgerðar- og fréttafólk RÚVAK leitað til okkar um ýmislegt í dagskránni. Þetta samstarf tel ég að hafi skilað því að RÚVAK er bæði virkur og virtur fjölmiðill í samfélaginu.

Samkvæmt bréfi sem framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins sendi rétt fyrir kl. 10 í gær kemur fram að tekjuáætlanir vegna vaxandi auglýsingatekna hafi verið endurmetnar. Hvort ákvörðunin var þá tekin í fljótfærni eða að vanhugsuðu ráði skal ósagt látið. Hitt er víst að það er skynsamlegt að bregðast svo við andmælunum sem gert var. "Það er Ríkisútvarpinu hvatning á erfiðum tímum að finna fyrir þessum stuðningi hlustenda", segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sbr. bréf framkvæmdastjórans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband