Laun toppa í ríkisfyrirtækjum - og ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin bað Kjararáð um að lækka launin sín, og Kjararáð ákvað að fara að lögum sem Alþingi hefur sett og neita þeirri bón. Ef ég skil lög um Kjararáð rétt er það þannig að það ákveður laun ríkisstjórnar, alþingismanna og æðstu embættismanna út frá launum eins og þau gerast í sambærilegum störfum. Og hver eru sambærileg störf? Meðal annars laun hjá forstjórum opinberra hlutafélaga, t.d. útvarpsstjórans og bankastjóra nýju bankanna.

Mér finnst ríkisstjórnin hafi í hendi sér að stilla launum þessara aðila í hóf, en hún gerir það ekki. Ég kann því betra ráð til að fólkið í ríkisstjórninni leggi fram sinn skerf í erfiðleikunum fram undan: Hækkun skattprósentu hjá þeim sem hafa laun yfir meðallagi, helst stighækkandi skattprósenta, til dæmis frá hálfrar milljón króna tekjum á mánuði.

Ég get sett þetta í hið persónulega samhengi að ég er búinn að hlusta núna á í átta vikur óskir um samstöðu og allir verði að leggja eitthvað fram. Hvað get ég lagt fram? Langbesta leiðin er sú að greiða hærri skatt - helst reyndar útsvar því að það þarf að styrkja sveitarfélögin.


mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sammála. Það er miklu meira vit í að hækka skatta hjá þeim, sem mega við því, heldur en að lækka laun þeirra - enda er slík aðgerð líkleg til að skila sér áfram niður launastigann. Hvar er hátekjuskatturinn núna?

Björgvin R. Leifsson, 3.12.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég er ekki viss um að það sé neinn hátekjuskattur eftir  Skammarlegt að vita það ekki, en ég man þó eftir því að þegar hann var lækkaður einhvern tíma átti ég 25 þús. kr. meira en 5 þús. af því fór í lyf sem ég notaði að staðaldri var og einmitt hækkað á sama tíma. Þannig að mín lækkun, sem gat borgað 25 þús. kallinn ef hann fór í jafnmikilvæga hluti og að greiða niður lyf til þeirra sem þau þurfa (þ.m.t. til sjálfs mín), hún var hækkun gagnvart þeim sem ekkert áttu og munaði meira um 5 þús. kr. en mig munaði á þessum tíma.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.12.2008 kl. 21:52

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ingólfur þetta er frábær hugmynd. Eykur jöfnuð í samfélaginu og dreifir byrðum á þá sem eru til þess bærir. Ríkisstjórnin þarf líka að huga að því að ná tekjum í ríkissjóð ef hann á að standa undir atvinnuleysisbótum og þess háttar sem í vændum er.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:43

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Jakobína

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.12.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband