Fagstofnanir eða pólitíkusar?

Nú er auðvitað bankakreppa hápólitískt mál, afleiðing af auðvaldskerfi, of óskýrum eða lítilfjörlegum reglum og óheftum vaxtarhugsunarhætti - og pólitíkusar þurfa að fást við vandann og taka pólitískar ákvarðanir þegar við á. En um margt af þessu hlýtur að þurfa fagfólk í bankastarfsemi.

Og ég tók eftir því, íslenska fjármálaráðherranum til hróss, að hann beinlínis reyndi að snúa hinn breska af sér og það ættu að vera Fjármálaeftirlit landanna tveggja sem myndu reyna að leysa það mál sem ráðherrarnir tveir ræddu um í símtalinu fræga. Ég get ómögulega skilið hvers vegna viðtalið var ekki birt strax: Var það trúnaður við breska fjármálaráðherrann sem sneri því Árni sagði á haus? Ég get þá a.m.k. ekki séð annað en Darling hafi rofið slíkan trúnað. Það skaðaði traust til stjórnvalda að leyna viðtalinu, fékk mann til að trúa að Árni hefði sagt einhverja vitleysu, þegar hann í raun og veru reyndi að fá Darling til að fara faglegar leiðir. Vonandi hefur Darling ekki með yfirlýsingum sínum skaðað hagsmuni þeirra sem hann þóttist ætla að verja!


mbl.is „Var ekki í nokkrum vafa eftir samtalið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband