Landsskipulag og lýđrćđi

Ég las í 24 stundum í morgun ađ varaformađur umhverfisnefndar Alţingis kćrđi sig ekki um ákvćđi í frumvarpi til laga um skipulag - ákvćđi um landsskipulag.

En hvađ er landsskipulag? Í frumvarpinu kemur fram ađ umhverfisráđherra eigi ađ leggja fram á Alţingi sem tillögu til ţingsályktunar um landsskipulagsáćtlun. Hún skal marka stefnu stjórnvalda í skipulagsmálum og fjalla um mál sem varđa almannahagsmuni. Landsskipulagsáćtlun er eftir ţörfum ćtlađ ađ samrćma stefnu stjórnvalda í ólíkum málaflokkum sem snerta skipulagsgerđ sveitarfélaga og í henni er stefna stjórnvalda um sjálfbćra ţróun útfćrđ. Sérstaklega er tekiđ fram ađ mikilvćgt sé ađ landsskipulagsáćtlun sé kynnt opinberlega enda er í henni fjallađ um almannahagsmuni og fá ţannig fram sjónarmiđ íbúa og hagsmunaađila. Mćla á fyrir um ađ tillaga ađ landsskipulagsáćtlun skuli auglýst opinberlega til ađ tryggja ađ hún sé ađgengileg öllum og ađ almenningi verđi gefiđ tćkifćri til ađ koma međ athugasemdir sínar viđ tillöguna innan átta vikna frá ţví ađ hún var birt. Jafnframt er lagt til ađ tillagan sé send til umsagnar sveitarfélaga og hagsmunasamtaka, sbr. 3. mgr.

Ég sé ţví ekki beinlínis hvađ á ađ vera á móti slíkri áćtlun. Ţvert á móti, ég sé fátt mćla gegn henni af sjónarhóli almennings og langtímahagsmuna. Og hagsmunir almennings er miklu oftar langtíma- en skammtímahagsmunir. Međan hagsmunir verktaka og stjórnmálamanna kunna ađ vera skammtímahagsmunir og ćttu ekki ađ sitja í fyrirrúmi. Ég hvet Ţórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráđherra, til ađ láta ekki undan međ landsskipulagiđ, og ađra stjórnmálamenn og -flokka til ađ styđja ţessa mikilvćgu lagabreytingu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband