Loksins hægt að fagna einhverju

Mikil ástæða er til að fagna úrskurðinum um sameiginleg mat á umhverfisáhrifum álvers við Húsavík og orkuöflun fyrir álverið. Einnig er ástæða til að hrósa Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, eftir talsvert harða gagnrýni í garð hennar upp á síðkastið, meðal annars fyrir að úrskurða ekki á sama hátt um álverið í Helguvík. SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, fagna að sjálfsögðu þessum úrskurði.

Hér fyrir norðan er margt í gangi sem er talsvert verk að fylgjast með, bæði fyrir almenning og líka fyrir áhugamannafélög eins og SUNN. Álverið hefur lagt fram tillögu að matsáætlun fyrir 346 þús. tonna álver, ekki beysið plagg. Það getur nú tekið það til handargagns og undirbúið raunverulega vinnu um umhverfisáhrifin samanlögð, sem ég fullyrði að séu gríðarleg og óafturkræf. Þótt ein og ein borhola sé það ef til ekki metin ein og sér eins og rannsóknarborholur á Þeistareykjum sem þurftu ekki í mat á umhverfisáhrifum. Það liggur líka núna frammi einhvers staðar mat á Kröfluvirkjun II, sem hefur alvarleg áhrif umfram fyrri Kröfluvirkjun sem varla hefði staðist umhverfismatsferli hefði það verið til á 8. áratug síðustu aldar.

Í frétt Moggans er tekið upp úr úrskurðinum sem er birtur á heimasíðu blaðsins: „Hin kærða ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2008 er felld úr gildi og skulu umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík,  Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur metin sameiginlega ..." Ein framkvæmd, virkjun í Bjarnarflagi, er þarna undanskilin, þar sem hún fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum 2004. Hún er þó ekki óumdeild eða óumdeilanleg, fremur en virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár.


mbl.is Framkvæmdir metnar heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nú er svo sannarlega ástæða til að fagna. Ég er mjög ánægð með að Þórunn skuli hafa tekið þessa ákvörðun.

Anna Ólafsdóttir (anno) 31.7.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er alsæl og óska okkur öllum til hamingju! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Örugglega fagna líka starfmenn Mest, Ræsis, Just for kids, allt að 500 mans sem mist hafa vinnuna núna í síðasta mánuði og einnig þeir sem munu missa vinnuna vegna þessarar tafa nú í nánustu framtíð. Kannski þeir komist á launaskrá hjá ríkinu hver veit

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Einar Indriðason

Jón Aðalsteinn:  Ég minni á hvaða flokkur hefur (að mestu) haft efnahagsmálin á sinni könnu.  Hint:  Það er ekki samfylkingin.  Annað hint:  D er stafur sem mjög oft er tengdur við þennan flokk.  Ef efnahagurinn er í rúst, þá á D listinn sína sök í því öllu.

Einar Indriðason, 31.7.2008 kl. 22:15

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gagnrýni á Þórunni hefur verið nokkuð ósanngjörn og ef til vill er um að kenna að menn þekkja hana ekkert sérstaklega mikið enn. Það er öruggt að hún gerir ekkert gegn betri samvisku í umhverfismálum.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 00:45

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott mál. Það er þá vonandi að ef af virkjunum og álveri verður, er það gert "í sátt við náttúruna".

Jón Aðalsteinn, heldur þú virkilega að verslunarmenn í Reykjavík fari að hendast norður til að vinna í álveri? Var þð ekki málið að skapa atvinnu fyrir heimafólk? Annars hefurðu svo sem lög að mæla, því það er svo lítið atvinnuleysi fyrir norðan. Það er kannski bara gott mál að byggja álver úti á landi svo að reykvíkingar hafi eitthvað að gera....

Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Anna, Lára Hanna, Jón Aðalsteinn, Einar, Jón Ingi, Villi og Ægir: Takk fyrir innlit, athugasemdir og umræður

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.8.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband