Flott hjá ferðamálastjóra

Mér finnst það góð hugmynd hjá ferðamálastjóra að rannsaka ástand salerna á ferðamannastöðum með dagbókum leiðsögumanna, eins og sjá má og heyra í viðtali við formann Félags leiðsögumanna. Ferðamálastjórinn, Ólöf Ýrr Atladóttir, hefur líka góða reynslu úr ferðaþjónustunni á landsbyggðinni og lætur það örugglega ekki aftra sér þótt bloggarar geri nú hástöfum grín. Það eru gömul sannindi og ný að ef klósettin eru hrein og aðgengileg ganga gestirnir betur um. Algengasta spurning ferðalangs við komu í þjóðgarð eða annan slíkan stað er sennilega "Hvar eru klósettin?" Mig minnir næstalgengasta spurningin í Skaftafelli þegar ég starfaði þar fyrir meira en 20 árum hafi verið "Hvar er Svartifoss?"


mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ferðamálastofa hefur eytt tugum milljóna  í að setja upp salerni um landið, partur af vandamálinu er sá að krafist er vatnssalerna sem mjög erfitt er að fá til að virka því það getur verið langt í vatn. Af þeim sökum er töluvert um bilanir og erfitt og kostnaðarsamt er að laga þau...málið væri mun einfaldara ef samþykki fengist fyrir því að setja upp þurrsalerni.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.7.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála þér Ingólfur að það er ágætis humor sem í rauninni fylgir þessari eftirgrennslan og rannsóknarleiðangri farastjóra og hlýtur því að gera ferðirnar ævitýralegri!

Svei mér að mig langi í ferðalag með alvöru farastjóra í rannsóknaleiðangur um náttúrulegan úrgang mannskepnunnar.

Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Takk fyrir innlitið, Hrafnhildur og Edda.

Ég hef heyrt um þetta með vatnssalernin, t.d. við Dettifoss. Svo setjast þar að húsbílahjarðir á bílastæði og í aðstöðu sem er í raun aðeins ætluð fyrir stutta viðkomu en ekki næturdvöl. Sennilega er aðstaða yfirleitt fyrir húsbílaferðalög alls ekki nógu góð, þótt hún hafi batnað síðan ég vann sem landvörður og á tjaldstæðum (síðast 1990).

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.7.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband