Falleinkunn fyrir Bitruvirkjun

Skipulagsstofnun hefur birt álit sitt um Bitruvirkjun og ég vísa hér á blogg Láru Hönnu. Það er mikið fjallað um þetta annars staðar, meðal annars á vef RÚV þar sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur lætur í ljós þá skoðun að hér eftir verði erfiðara að reisa jarðvarmavirkjanir - en ég spyr hvort ekki sé  nóg komið nú þegar þannig það væri bara ágætt, því að við erum að berjast gegn virkjanafárinu hér fyrir norðan. Nú reynir á Orkuveitu Reykjavíkur og hvort Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn muni samt halda áfram því að leyfisveitendur virðast lítið gera með álit Skipulagsstofnunar, sbr. Dettifossveg þar sem gengið er gegn álitinu og Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála staðfestir leyfi Skútustaðahrepps.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband