Leitin lifandi – ný spennandi bók

Um helgina var ég ađ lesa í bók sem heitir Leitin lifandi – líf og störf 16 kvenna. Bókin er afraksturs samstarfs Kristínar Ađalsteinsdóttur, dósents viđ kennaradeild HA og deildarforseta, viđ 15 ađrar frćđakonur sem allar hafa doktorspróf í félagsvísindum og eru háskólakennarar. Í bókinni segja ţćr lífssögu frćđastarfs síns. Ég hef fengiđ ađ fylgjast nokkuđ međ gerđ bókarinnar; ég man reyndar ekki hvenćr Kristín, sem í tíu ár hafđi skrifstofu viđ hliđina á minni í húsi kennaradeildarinnar á efstu hćđ í Ţingvallastrćtinu, sagđi mér fyrst frá hugmyndinni. Afskaplega ánćgjulegt ađ hugmyndin er orđin ađ veruleika. 

Í bókinni segir hver og ein kvennanna frá ferli sínum og ýmsum mikilvćgum persónulegum ćviatriđum sem mótuđu námsval og starfsferil. Höfundarnir eru 16 úr sjö til níu greinum félagsvísinda (eftir ţví hvernig greinar eru flokkađar saman), flestar úr menntunarfrćđum ţar sem frćđasviđ höfundanna eru margbreytileg og ólík. Enda ţótt ég ţekki svo ađ segja alla höfundana persónulega eđa sem kollega í frćđasamfélaginu finnst mér mjög gaman ađ kynnast ţeim betur, líka ţeim sem ég hef náiđ unniđ međ viđ HA eđa annars stađar sem meira en helmingur hópsins. Í hópnum eru ţrjár konur sem kenndu mér í Háskóla Íslands á sínum tíma um og fyrir 1980 og ţrjár sem voru skólasystur mínar ţar. 

Ćtli sé ekki best ađ setja hér nafnalistann: Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Guđbjörg Linda Rafnsdóttir, Snćfríđur Ţóra Egilson, Hafdís Ingvarsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir,  Kristín Loftsdóttir, Guđný Guđbjörnsdóttir, Guđbjörg Vilhjálmsdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Unnur Dís Skaptadóttir, Kristín Ađalsteinsdóttir, Guđrún Kristinsdóttir, Sigrún Ađalbjarnardóttir og Dóra S. Bjarnason. Viđ lauslega talningu sýnist mér ţćr hafa stundađ formlegt nám í sjö löndum utan Íslands og stundađ rannsóknir í a.m.k. fjórum öđrum löndum. Sumar eru ţćr frumkvöđlar frćđigreinanna hér á landi, en ađrar á sérsviđum innan greina sinna. Ţćr hafa ţví frá miklu ađ segja sem er ekki bara persónulegt heldur varđar frćđigreinina og tilurđ hennar. Í bókinni er gríđarleg reynsla og ţekking samandregin á óvenjulegan og frumlegan hátt. Óhćtt er ađ hvetja alla sem áhugasamir eru um ţróun íslenskra félagsvísinda ađ lesa. Háskólaútgáfan gefur út.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Rafnkell Gíslason

Kristín Ađalsteins er góđ kona, ekkert nema góđar minningar tengdar henni. Ég verđ ađ lesa ţessa bók en er reyndar ađ lesa ađra núna. Takk fyrir sendinguna.

Guđmundur Rafnkell Gíslason, 18.12.2007 kl. 14:22

2 identicon

Ég fékk bókina í jólagjöf og er byrjuđ ađ lesa. Ţetta er afskaplega áhugaverđ bók og frábćrt framtak. Ég vil leyfa mér ađ hvetja fólk til ađ verđa sér úti um bókina.

Anna Ólafsdóttir (anno) 29.12.2007 kl. 14:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband