Rannsóknar krafist á útgáfu rannsóknarleyfis í Gjástykki

Beiðni hefur verið send umhverfis- og iðnaðarnefndum Alþingis um að fram fari rannsókn á vegum Alþingis á útgáfu á leyfi til rannsókna í Gjástykki. Leyfið var gefið út af iðnaðarráðherra tveimur dögum fyrir síðustu Alþingiskosningar á grundvelli umsóknar sem send var inn fjórum dögum fyrir sömu kosningar. Hér má sjá bréfið til umhverfisnefndarinnar en bréfið til iðnaðarnefndar var samhljóða. Sjá líka heimasíðu Landverndar.

Beiðnin er að sjálfsögðu ekki send út í bláinn heldur hefur komið í ljós að ferillinn við útgáfu leyfisins var í besta falli stórgallaður og pólitískt óþolandi heldur og afskaplega vafasamur með tilliti til rannsóknarreglu stjórnsýslulega, enda afgreiðsla málsins óeðlilega hröð; e.t.v. afgreiðslan ólögmæt. Ekki var leitað umsagna Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar eins og á að gera. Þá er eignarhald á landinu sem um er að ræða óljóst þar sem deilt er um hvort um þjóðlendu eða einkaeign sé að ræða.

Staðfesti rannsókn þingnefndar þá ágalla, sem athugun samtakanna tveggja hefur leitt líkum að, ber að iðnaðarráðherra að afturkalla leyfið, sbr. heimildir þar um í 20. gr. laga nr 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Við þessa færslu má svo bæta fulltrúar VG í þingnefndunum hafa óskað eftir því að fundir verði í nefndunum svo fljótt sem auðið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband