Öflugar myndavélar

Þessi frétt var í Mogganum í dag. Í henni er sagt frá því að lögreglan noti "gjarnan löggæslumyndavélar sem staðsettar eru við helstu gatnamót borgarinnar [þ.e. Reykjavíkur] ... [til að] taka myndir af ökutækjum ef þeim er ekið yfir á rauðu ljósi en einnig ef farið er yfir leyfilegan hámarkshraða. Um miðja síðustu viku voru brot 422 ökumanna mynduð á aðeins nítján klukkustundum. Myndavélin var á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu og fylgst var með ökutækjum sem ekið var eftir Hringbraut í vesturátt."

En hvað merkir öflug myndavél í þessu samhengi? Ekki ekur hún hratt því að hún er kjur, ekki lemur hún ökumennina ... Lýsingarorðið "öflugur" kemur víða fyrir í textum nútímans, t.d. var lofað "öflugri greiningu á sérþörfum" í skólastefnunni 1998 og Verslunarskóli Íslands auglýsti um hríð (og gerir kannski enn) öflugt fjarnám. Í Íslenskri orðabók (Edda 2002) eru nokkrar skýringar. Sú líklegasta er voldugur - eða merkir þetta að myndavélarnar séu sterkbyggðar eða aflmiklar eins og líka eru skýringar? Ég held að þetta merki í raun og veru að myndavélarnar séu nákvæmar eða þessi starfsemi sé markviss/skilvirk. Eða merkir þetta að myndavélin borgaði sig upp á 19 tímum með auknum sektargreiðslum, eins og kemur líka fram í fréttinni? Tekið skal fram að orðið öflug kemur hvergi fram í texta blaðamannsins, bara í fyrirsögninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband