Vatnajökulsþjóðgarður

Þá hefur verið skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem tekur til starfa þegar samið hefur verið landeigendur í kringum jökulinn og landið friðlýst. Auk þess falla inn í garðinn þjóðgarðarnir í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Ég hef fylgst með aðdragandanum í nokkur ár, nú síðast með þátttöku í undirbúningsnefnd sem starfaði á árinu 2006, og fæ sem fulltrúi í svæðisráði norðursvæðis og varafulltrúi í stjórn tækifæri til að taka þátt í mótun þjóðgarðsins. Það er ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu stóra verkefni. Ekki síst bind ég vonir við að komið verði upp skipulögðu kerfi gönguleiða í kringum jökulinn, meðfram Jökulsá á Fjöllum og miklu víðar upp frá byggðunum.

Þjóðgarðurinn mun ekki ná yfir stór svæði utan jökulsins til að byrja með, en þó mun Jökulsá á Fjöllum allt til sjávar verða friðlýst ef allt gengur upp. Í framtíðinni mun þjóðgarðurinn stækka, en í millitíðinni mun það verða fjármagnið sem til hans rennur og hvernig okkur tekst að standa að uppbyggingunni sem ræður því hversu hratt það gerist. Sorglegur er fleygurinn vegna Kárahnjúkastíflunnar en þeim mun meiri og brýnni er þörfin á að verja Jökulsá á Fjöllum og Skjálfandafljót fyrir ágengni af margvíslegu tæi.


mbl.is Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flott verkefni!

Valgerður Halldórsdóttir, 19.8.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Mikilvægt verkefni  - gangi ykkur vel.  Fróðlegt væri að vita hvernig blanda af fólki er að vinna þessa vinnu (vísindamenn, pólitíkusar, eða hver).

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 20.8.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta er talsvert stór stjórn og gaman að rýna í hverjir eru þar með sæti. Aðstoðarmaður umhverfisráðherra er formaður. Ég sé þarna talsvert af fagaðilum t.d. frá umhverfisstofnun, landgræðslunni og og bændur úr öxarfirðinum og skútustaðahreppi (nauðsynlegt að hafa þá góða), ásamt fyrrverandi forstjóra byggðastofnunar. Svo er samstarfsmaður minn Magnús Tumi einnig fyrir hönd útivistarfélaga sem mér finnst svolítið undarlegt, ég veit til dæmis að hann veit mun meira um jarðeðlisfræði svæðisins en margir aðrir í nefndinni.

Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Úps, gleymdi að segja gangi ykkur vel í spennandi starfi framundan.

Anna Karlsdóttir, 21.8.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakka góðar óskir.

Magnús Tumi var einn af allra helstu ráðgjöfum þingmannanefndarinnar sem var næst- eða næstsíðasta nefndin sem fjallaði um málið. En hver er fv. forstjóri Byggðastofnunar í þessum hópi öllum? Já, það er rétt, það eru tveir starfsmenn Landgræðslunnar í stjórn, en samt er hvorug þeirra fyrir Landgræðsluna, Þórunn er fyrir umhverfisverndarsamtök og Elín Heiða f. Skaftárhrepp. En hver veit nema ég gangist við að vera bóndi úr Skútustaðahreppi þótt það séu 20 ár síðan fjölskylda mín hætti búskap.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.8.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband