Magma/kvika

Fór í dag og skoðaði hönnunarsýninguna Magma/kvika í Listasafni Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum. Ægilega skemmtileg sýning þar sem eru alls konar verk, allt frá fötum og garðhúsgögnum yfir í nýjar gerðir af ljósarofum, gervilimi Össurar og súkkulaðifjöll, sem er reyndar er hægt að kaupa, en svo er líka uppskriftin gefin upp. Súkkulaðifjöllin eru samstarfsverkefni Brynhildar Pálsdóttur hönnuðar og Hafliða Ragnarssonar súkkulaðimeistara. Hvet ykkur öll til að skoða - og borða. Viðbót: Við borðuðum tvö súkkulaðifjöll í vinnunni hjá mér í gær. Brögðuðust afbragðsvel Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Fæ vatn í munninn og stefni ótrauð á Kjarvalstaði - var reyndar búin að plana að sjá þessa sýningu - held að ég snúi til bernskunnar þar.

Kristín Dýrfjörð, 25.6.2007 kl. 02:24

2 identicon

Eru nú súkkulaðifjöll allt í einu orðin list? Hef áhyggjur af því að svona sýning sé allt of alþýðleg og aðgengileg og jafnvel skemmtileg. Og að hún þjóni ekki sínu "félagslega hlutverki að réttlæta félagslegan mismun".  Kveðja úr flóðaborginni Sheffield. Hér er sem sagt allt í klessu. 

Kristín Björnsdóttir 27.6.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Er þetta tilvitnun í Bourdieu??? Þau eru a.m.k. "hönnun", en hver er svo munurinn á listhönnun og iðnhönnun ... einhvern veginn skiptir hann mig svo litlu máli meðan ég get haft gaman af súkkulaðifjöllum. Félagar mínir í vinnunni trúðu ekki að það ætti að fara að borða fjöll! Héldu bara að þetta væri líkingamál að það væru súkkulaðifjöll á borðum, kannski eins og með smjörfjallið forðum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband