Íslenskar landbúnaðarafurðir

Gæði íslenskra landbúnaðarafurða, sem fá verðlaun erlendis, eru kannski helsta ástæðan fyrir því að fara varlega í innflutningi á vörum sem hér er framleitt nóg af - og auðvelda framleiðslu á öðrum, t.d. með því að niðurgreiða rafmagn í átt til niðurgreiðsluna til álbræðslunnar. Íslenskir bændur þurfa sjálfir að fara varlega til að halda slíkum hlut og hugsa fram í tímann um lífræna ræktun og að koma algerlega í veg fyrir að erfðabreyttum jurtum sé hleypt út í náttúruna. Hér er talsvert ræktað af lífrænu grænmeti, jafnvel er lífrænt lambakjöt á boðstólum, að ógleymdri AB-mjólkinni sem ég borða daglega og mér skilst að sé úr Mýrdalnum. Millileið er sú að kaupa upprunavottaðar eða -merktar vörur, t.d. kjöt frá Austurlambi á Héraði. Flest grænmeti er nú upprunamerkt: Í kvöld fékk ég tómata frá Brún á Flúðum og ég man svo vel þegar ég var lítill og stundum sendi afi í Garði okkur 3. flokks tómata sem félagar í Garðyrkjufélagi Reykhverfinga fengu frá Hveravöllum. Voru bara grænir þegar þeir voru tíndir - en orðnir rauðir þegar komu upp í Mývatnssveit.


mbl.is Sjálfbært Ísland fékk verðlaun veitingahúsaeigenda í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Framleiðni í landbúnaði á Íslandi er töluvert lægri en 0%. það er hægt að tala um verðlaun á verðlaun ofan en það felur ekki þá einföldu en köldu staðreynd að við erum að niðurgreiða meira fyrir framleiðslu á vöru hérna innanlands en innkaupsverð hennar nemur komið til landsins.  Án niðurgreiðslu erlendis frá. 

Bentu okkur síðan á rannsókn sem sýnir fram á að Íslenskar landbúnaðarafurðir séu betri en landbúnaðarafurðir annarra þjóða.

Jósep Húnfjörð 18.6.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jósep

Veistu hvað margir drápust úr salmonellueitrun í Danmörku eða í öllu Evrópusambandinu í fyrra? Veistu T.d hvað stór hluti landbúnaðar framleiðslunar í Evrópu ræður engan vegin við að halda þessum vágestum í skefjum?  Það skiptir sennilega engu máli hvað margir drepast. Bara fá nógu ódýrt og láta aðrar þjóðir um sjá um matvælin fyrir okkur.

Ps 

Íslenska ríkið eyddi 3% af fjárlögum sínum í íslenskan landbúnað í fyrra en Evrópusambandið 56% af sínum fjárlögum og til viðbótar bættu viðkomandi ríki mismikið við sinn landbúnað.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 18.6.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband