Á heimsmælikvarða – í fremstu röð – í fararbroddi

Í stefnuyfirlýsingu samstæðisstjórnarinnar árgerð 2007 er a.m.k. þrívegis samkeppnismarkmið við aðrar þjóðir: „Ríkisstjórnin setur sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til háskóla, verði í fremstu röð í heiminum“. „Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Íslandi verði veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða“. „Ríkisstjórnin einsetur sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverfismálum“.

Ég hef grun um að sú tilhneiging fari vaxandi að setja sér þvíumlík markmið, markmið sem í raun er ómögulegt að ná ef þjóðir heims vinna saman. Á Íslandi er margt til fyrirmyndar en við þurfum líka að sækja fordæmi fyrir okkur til annarra þjóða. Menntakerfið er nú þegar í fremstu röð og heilbrigðisþjónustan er með því besta sem þekkist. En við viljum að þau séu betri – fyrir okkur; ef öðrum fer fram á sama tíma fjölgar þeim fordæmum sem við getum lært af. Eitt nýlegt fordæmi þarf þó ekki að sækja til útlanda því að nýi menntaskólinn í Borgarnesi ætlar að gefa sérstaklega gott fordæmi: Að leggja niður próf og taka upp símat. Margar vikur á ári fyrir próf í skólum eru sóun á tíma, 20. aldar fyrirbæri eins og skólameistarinn, Ársæll Guðmundsson, hefur bent á í viðtölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Áhugavert að fylgjast með því hvaða "innihald" markmiðssetningum í þessa veru verður gefið.   Slagorð Akureyrar "öll lífsins gæði" var ágæt hugmynd, en mér sýnist að það sem einmitt dæmi um slagorð og markmið sem ekki hefur fengið nokkurt efnislegt innihald sem bakkar það upp.

Benedikt Sigurðarson, 26.5.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Er þetta ekki alveg í samræmi við samkeppnishugmyndir sem eru uppi allstaðar í samfélaginu - engin er nógu góður nema hann sé bestur. Minnir pínu á bjór-auglýsingarnar, Ísland best í heimi.

En verð samt að benda á að sagt er í fremstu röð - svo er bara að skilgreina hvað er í fremstu röð - hvað er pláss fyrir marga þar?  Ég er líka sammála þér um hið góða fordæmi sem á að skapa í Borgarnesi. Skóla sem ætlar að sníða sig að fólkinu en ekki fólkið að skólanum.

Kristín Dýrfjörð, 27.5.2007 kl. 17:34

3 identicon

Símat í stað prófa - heyr, heyr! - Ég held að nemendur sem venjast við fjögurra ára próflaust menntaskólanám verði öðruvísi undirbúnir nemendur þegar í háskólanám er komið, sérstaklega sá hópur sem við vitum að er til staðar framhaldsskólunum sem sinnir náminu ekki jafnt og þétt en tekur svo lestrartarnir fyrir próf. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu.

Varðandi „í fremstu röð“ slagorðið þá finnst mér uppleggið svo sem ágætt en slík slagorð enda oftar en ekki á því að verða innihaldslaus klisja.

Anna Ólafsdóttir (anno) 28.5.2007 kl. 23:36

4 identicon

Símat hefir aldrei átt upp á pallborðið hjá mér en það tengist líklega þeirri döpru staðreynd að ég er hauglatur en tek mig svo á þegar mikið liggur við.

Þess utan er náttúrulega einkennilegt hið mesta að eyða 2-4 vikum af skóladögum í próf.

Nonni Bergmann 29.5.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband