Upplýsingafrelsi?

Nú er mikið rætt um nauðgunar"leik" sem var á vefsíðu en var tekinn af henni í dag. Eitt af því sem talsmaður vefsvæðisins nefndi var "upplýsingafrelsi". Öllu frelsi fylgja skuldbindingar hvort heldur gagnvart tjáningarfrelsinu eða öðru frelsi. Hugtak á borð við "upplýsingafrelsi" sýnist einnig notað til að réttlæta hvers konar dreifingu á hugverkum, oft stolnum frá höfundum.

Ég hef ekki séð þenna "leik" en af lýsingum að dæma hafði ég ekkert með þær "upplýsingar" að gera. Það sem meira er: af lýsingunum að dæma var heldur alls ekki um neins konar "upplýsingar" að ræða. Rit- og tjáningarfrelsinu virðist því ekki ógnað með því að taka hann af vefsíðunni.


mbl.is Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til eru leikir þar sem morð eru framin (alvarlegri glæpur en nauðgun) og þeir eru löglegir á íslandi. Mér finnst þessi leikur auðvitað vera ógeðslegur og fólkið sem bjó hann til er greinilega brenglað. 
En það breytir engu. Fólk hefur rétt til þess að skiptast á skrám eins og þessum og þannig á það að vera, nema auðvitað ef þú ert hrifinn af því að ríkið komi heim til þín og segir þér hvað er siðlaust og hvað er ekki siðlaust. Er ríkisstjórnin mamma þín?

Mér finnst þú hafa rangt fyrir þér.

Andri 25.5.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Athugasemd "slembins" er undarleg. Nema nafnlaus höfundur hennar sjái ekkert sameiginlegt með upplýsinga-, rit- og tjáningarfrelsi. Hluti af því að hafa þess háttar frelsi felst líka í því að gangast við skoðunum sínum og koma fram undir nafni. Hver skyldi hafa samið "leikinn"? Ekki gekkst talsmaður vefsíðunnar við því.

Athygli mína vakti að nýi heilbrigðisráðherrann taldi að "svona efni ætti alfarið að banna" í viðtali á baksíðu Moggans í morgun, en um leið sagðist hann "ekki mikið fyrir boð og bönn". Það skyldi nú samt aldrei vera, því honum "finnst gersamlega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu".

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.5.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Andri - ég skil þína athugasemd. Ég er reyndar hrifnari af því að það fari fram rökræða um hvað sé siðlaust og ekki siðlaust en með boðum. Og tek þess vegna svo varfærnislega til orða sem "virðist ekki ógnað".

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.5.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Slembinn: Þú gerir mér hátt undir höfði með því að tala um "vinnubrögð" í færslunni að ofan og að þau séu "vafasöm" og ég sé "knúinn" til að svara með öðrum hugtökum. Til að taka af allan vafa þá kæri ég mig ekkert um að nauðsynleg barátta gegn kynferðislegu ofbeldi valdi skerði rit- og tjáningarfrelsi - en það er glímt um hvar mörkin liggja. Þess vegna færslan, þess vegna sjónarmiðið í lokamálsgrein færslunnar.

En hvað er þá upplýsingafrelsi: Í Evrópusamningi um sjónvarpsútsendingar yfir landamæri er tjáningar- og upplýsingafrelsi  ekki bara lík hugtök heldur eitt hugtak eða a.m.k. talin nægilega skyld hugtök til að spyrða þau saman. Þetta vissi ég ekki fyrr en ég gúglaði þetta áðan. Takk fyrir rökfræðiæfingarnar - það er alltaf gott að skerpa hugtök og þekkja betur alþjóðlega samninga um mannréttindi.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.5.2007 kl. 21:20

5 identicon

Þú virðist misskilja íslenska vefinn aðeins. Talsmaður hans hefur ekkert að gera með skránna, einhver notandi vefsíðunar setti hann inn og talsmaður vefsins hefur því ekkert með skránna að gera. Ýmis boð og bönn eru reyndar á síðunni en þau snúa aðeins að raunverulegum hreyfimyndum, þeas ekki leiknum myndum, á einhverju sem er ólöglegt en ekki tölvuleikjum þar sem ólögleg iðja fer fram.

Annars finnst mér fólk vera að kasta orðum eins og upplýsingafrelsi og tjáningafrelsi fram og aftur á kolvitlausan máta. Þetta er notað í samhengi við frelsi einstaklingsins til að tjá sig og upplýsa sig og aðra eins og hann vill svo lengi sem það skaðar ekki annan. Siðferði er eitthvað sem mér finnst ekki hægt að rökræða, siðferði er tilfinning. Siðferði er einhverskonar höft sem hafa fest rætur í huga okkar frá blautu barnsbeini. Þau eru að sjálfsögðu að mörgu leiti til hins góða, án siðferðis væri erfitt að halda uppi lög og reglu. Hinsvegar finnst mér ég mega hafa mínar skoðanir á hverju sem er þó það særi blygðunarkennd annarra svo lengi sem ég hef ekki bein skaðleg áhrif á það.

Skil ekki alveg hvernig fólk getur réttlætt fyrir sjálfu sér að það sé svo mikilfenglegt að það geti sagt öðrum til um hvernig það á að hugsa eða hvað sé rétt og hvað sé rangt.

blæ 26.5.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband