Heimspeki, læsi og sköpun

 

Miðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Eftirfarandi taka til máls: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og kennaradeild HA; Guðrún Hólmgeirsdóttir, heimspekingur og kennari við MH; Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekingur og kennari við Garðaskóla; Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur og heimspekikennari á leikskólanum Múlaborg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru framfaraskref; er ekki hægt að virkja sjónvarpið meira þessu tengdu

Bæði tengt fullorðnum og yngri hópum.

Jón Þórhallsson, 11.11.2013 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband