Hvað heitir afkvæmi langreyðar og steypireiðar á latínu?

Ég heyrði tvær undurfurðulegar hvalafréttir í dag, aðra um hval"afurðir" sem voru sendar í gámi áleiðis til Japans, en urðu að bitbeini skipafélaga í Hollandi og Þýskalandi því að þær voru ýmist merktar sem frosinn fiskur (vissulega er hvalur sjávardýr, en ekki er hann fiskur) eða nafni langreyðar á latínu, en Kristján Loftsson hjá Hval hf notar eflaust það mál í samskiptum við Japani en skilst illa annars staðar í Evrópu, þótt einhver uppgötvaði þetta þó; hin var um að það væri kannski hugsanlega mögulega afkvæmi langreyðar og steypireyðar í sjónum fyrir norðan og það ætti að skjóta í einhverju til að ná húðsýni til að rannsaka málið. En þrátt fyrir þetta hef ég ekki fengið að vita hvað langreyður er á latínu, og ekki heldur hvað afkvæmi langreyðar og steypireyðar heitir á latínu, en giskar á það heiti frosinn fiskur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband