"Nýja" Framsókn og Íbúðalánasjóður

Formaður "nýju" Framsóknar ver gjörðir gömlu Framsóknar og Íbúðalánasjóðs. Hér hefði verið kjörið tækifæri að standa með skýrslunni í uppgjörinu við hrunið. En það er auðvitað engin ný Framsókn þrátt fyrir útskipti í þingmannahópnum og stóran þingmannahóp.

Ég hef nú fá tækifæri haft til að kynna mér skýrsluna sjálfa en að sögn þeirra sem hafa kynnt sér hana snýst hún ekki bara um Íbúðalánasjóð heldur húsnæðiskerfið í heild þar sem 90%-stefna og lán bankanna og síðast en ekki síst lán ÍLS á endurgreiddum lánum til bankanna urðu að stórri hringavitleysu. "Nýja" Framsókn sér lítið athugavert við þetta og formaður flokksins varði Íbúðalánasjóð í útvarpinu í kvöld og agnúaðist út í skýrsluna. Skýrslan er alveg örugglega ekki hafin yfir gagnrýni - en það sem ég hef heyrt úr henni er hún mikilsverð lexía EF við viljum í raun og veru gera upp hrunið og þá atburði sem leiddu til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verið að tala um banakráð SÍ núna en það er enginn sem hefur spurt stjórn ÍLS um eitt eða neitt ber hún enga ábyrgð?

Annar eru stjórnir opinbera stofna eru algjörlega óþarfar og bara bitlingar. Fiskveiðistofa, Landsbókasafn osv. algjörlega óþarft.

Grímur 11.7.2013 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband