Lærum hvert af öðru - virkjum grunnþættina

Málþing haldið í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst, frá kl. 13:30-16:30.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heldur í samstarfi við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga málþing um grunnþætti í nýrri menntastefnu.

Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011. Grunnþættir í menntun eru: Læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Þeir snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru, einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun og stuðla að meiri samfellu í öllu skólastarfi.

Á málþinginu verður fjallað um innleiðingu grunnþáttanna í skólastarf og þar gefst tækifæri til að miðla hugmyndum og reynslu milli skóla og skólastiga. Má geta þess að á málþinginu verða túlkar sem munu sjá um táknmálstúlkun á inngangserindum.

Drög að dagskrá:

kl. 13:30- 13:50 Setning og innleiðing mennta- og menningarmálaráðherra

kl. 13:50- 15:00 Kveikjur – fjögur inngangserindi um innleiðingu grunnþátta

– Lærdómssamfélagið á Höfn Ragnhildur Jónsdóttir fræðslustjóri Hornafjarðar

– Hvað hefur verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli með grunnþætti menntunar að gera ? Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari í Flensborg

– Sköpun og sjálfbærni í skólastarfi Jónína Lárusdóttir og Þóra Þorvaldsdóttir, skólastjórnendur í leikskólanum Klömbrum

– Þáttur stjórnenda Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness

Inngangserindin verða send út vefsíðunni www.gaflari.is Táknmálstúlkunin verður einnig í útsendingu.

kl. 15:00 – 16:30 Kaffi og málstofur Málstofur: 1. Jafnrétti í skólastarfi 2. Lýðræði og mannréttindi í skólastarfi 3. Heilbrigði og velferð í skólastarfi 4. Sköpun í skólastarfi 5. Sjálfbærni í skólastarfi 6. Læsi í skólastarfi 7. Þáttur nemenda 8. Þáttur stjórnenda 9. Áhrif á námsmat 10. Grunnþættir á yngra stigi og í leikskólum 11. Grunnþættir á unglingastigi og í framhaldsskólum 12. Grunnþættir í leikskólastarfi 13. Grunnþættir í grunnskólastarfi 14. Grunnþættir í framhaldsskólastarfi.

Sjá líka http://namskra.is/malthing/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband