Ţrćđir og fléttur

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafrćđum viđ Háskóla Íslands (RIKK) bođar til alţjóđlegrar ráđstefnu í tilefni af 20 ára afmćli stofnunarinnar og 100 ára afmćlis Háskóla Íslands. Ráđstefnan fer fram dagana 4.–5. nóvember 2011 viđ Háskóla Íslands og er haldin í framhaldi af alţjóđlegu ráđstefnunni „Líkamar í krísu“ sem fer fram dagana 2.-4. nóvember viđ Háskóla Íslands.

Alţjóđleg ráđstefna RIKK er fimmta stóra ráđstefnan um kvenna- og kynjarannsóknir sem hefur veriđ haldin viđ Háskóla Íslands. Dagskrá ráđstefnunnar er sérlega metnađarfull og von er á fjölda erlendra fyrirlesara. Sjá dagskrá hér (.pdf).

Ráđstefnan í ár skiptist í 20 málstofur međ ţátttöku frćđimanna af ólíkum frćđasviđum. Rétt er ađ vekja athygli á sérstakri öndvegismálstofu í tilefni af framlagi kvenna ađ stofnun Háskóla Íslands og aldarafmćli laga um rétt kvenna til embćttisnáms, en ţar verđur reynt verđur ađ svara spurningunni: Hverju hefur menntun kvenna skilađ? Málstofan er haldin í samstarfi viđ Kvennasögusafniđ og Jafnréttisstofu.

Lykilfyrirlesarar á ráđstefnunni eru:

  • Cynthia Enloe, stjórnmálafrćđingur og prófessor viđ Clark-háskóla í Bandaríkjunum: The Strauss-Kahn Affair: The Cultures and Structures of Masculinity
    Enloe er heimsţekkt fyrir femíníska greiningu sína á hervćđingu, stríđum, stjórnmálum og hnattvćđingu efnahagskerfa og hefur stundađ rannsóknir í Írak, Afganistan, Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan, Filippseyjum, Kanada, Chile og Tyrklandi.
  • Joni Seager, prófessor í hnattrćnum frćđum viđ Bentley-háskóla í Boston: Death by Degrees: Making Feminist Sense of the 2° Climate Change Target. Seager stundar femínískar rannsóknir á sviđi landfrćđi, alţjóđa- og umhverfismála. Hún er afkastamikil frćđikona og hefur birt fjölda greina og bóka. Međal bóka hennar er The Penguin Atlas of Women in the World sem hefur fengiđ mjög góđa dóma og unniđ til verđlauna. Hún hefur einnig starfađ sem ráđgjafi hjá Sameinuđu ţjóđunum og unniđ ţar ađ verkefnum er varđa umhverfismál og stefnumótun í vatnsmálum.
  • Beverly Skeggs, prófessor í félagsfrćđi viđ Goldsmiths, London-háskóla:Rethinking Respectability: the moral economy of person value? Skeggs er höfundur bókanna Formations of Class and Gender: Becoming Respectable, Class, Self, Culture og Feminism after Bourdieu. Hún hefur fćrt rök fyrir mikilvćgi stéttar í mótun kynjađra sjálfsmynda og ţví gildi sem einstaklingum er gefiđ í samtímamenningu.

Ráđstefnan er haldin í samstarfi viđ umhverfisráđuneytiđ, EDDU – öndvegissetur viđ Háskóla Íslands, Jafnréttisstofu, Kvennasögusafniđ, Stofnun Sćmundar fróđa, Alţjóđamálastofnun og Alţjóđlegan jafnréttisskóla viđ Háskóla Íslands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband